Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 68

Andvari - 01.01.2019, Page 68
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 67 prestsmakans. Loks hafa embættisstörf presta í þéttbýli að mestu flust út af heimilum prestanna yfir í kirkjur eða safnaðarheimili. Nú greina prestsheimili sig tæpast frá öðrum heimilum nema þá í hreinum sveita- prestaköllum. Öðru sem Pétur nefndi í hugleiðingu sinni um prests- makann þyrfti að breyta með bættu skipulagi kirkjulegrar þjónustu. Til dæmis þarf að koma í veg fyrir að litið sé svo á að presturinn „sé alltaf á vakt“. Allir þurfa að finna mörk vinnu og frítíma. Umfram allt varpa orðin ljósi á að starfsumhverfi presta var annað um daga Péturs en nú gerist a.m.k. í þéttbýli og þau Sólveig urðu að svara öðrum og meiri væntingum en fólk í sömu stöðu nú á dögum. Pétri og Sólveigu varð fjögurra barna auðið. Pétur fæddist 1950. Hann er doktor bæði í félagsfræði og guðfræði og prófessor í kenni- mannlegri guðfræði við guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands. Guðrún fæddist 1951. Hún var flugfreyja og lagði einnig um skeið stund á guðfræðinám. Hún lést 1986. Kristín fæddist 1952, er menntaður hússtjórnarkennari. Yngst er Sólveig, fædd 1953. Hún er sálfræðimenntuð og starfar sem ráðgjafi. Afkomendur þeirra hjóna eru nú orðnir tuttugu og tveir.270 Þegar Akureyri varð tvímenningsprestakall vantaði nýjan prests- bústað. KEA eða Kaupfélag Eyfirðinga var þá stórveldi á Akureyri en blómatími þess stóð frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar fram undir 1990.271 Það gegndi lykilhlutverki í verslun á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá voru flestar nauðsynjar bæjarbúa framleiddar í verksmiðjum þess auk þess sem teppi, fatnaður og skótau var flutt út og þá ekki síst austur fyrir járntjald. Hafa bæjarbúar jafnvel haft á orði að merki kaupfélags- ins hafði aðeins vantað á kirkjuna sem gnæfir yfir Kaupfélagshornið og Kaupfélagsgilið — nú Listagilið — í miðbænum. Í æviminningum Péturs kemur fram að KEA kom þó einnig við sögu innan hins andlega „regimentis“, svo tekið sé tilefni af hinni kunnu tveggja ríkja-kenn- ingu sem kennd er við siðbótarmanninn Lúther. Jakob Frímannsson (1899–1995) kaupfélagsstjóri var í sóknarnefndinni og var einmitt fyrsti maðurinn sem Pétur setti sig í samband við er hann undirbjó fyrstu guðsþjónustu sína fyrir norðan. Fyrstu vikurnar í starfi var að- setur hins nývígða prests svo á Hótel KEA uns annað húsnæði bauðst. Svo tók KEA frumkvæðið að því að reisa glæsilegan prestsbústað við Hamarstíg. Var húsið þá í útjaðri byggðar á Ytri-Brekkunni en telst nú miðsvæðis í bænum. Þótti húsið bæjarprýði og gátu sumir sér til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.