Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 91

Andvari - 01.01.2019, Page 91
 90 RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR ANDVARI komast í stöðu á Bretlandseyjum og jafnvel stingur einn þeirra upp á að hann flytji til Nýja-Sjálands. Uppkast af svarbréfi Jóns sýnir að honum leist ekki vel á þá hugmynd.18 Þjóðsagnaútgefandinn Jón Árnason segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu.19 Á sama stað segir hann að þær sögur sem beinlínis standi frá hans eigin hendi í þjóðsagnasafninu hafi hann heyrt fyrst þegar hann var á fimmta til sjöunda ári. Þeirra á meðal er sagan um Þórdísi spákonu sem Jón hefur frá föður sínum.20 Áhuginn á sögum hefur greinilega fylgt Jóni því árið 1845 tóku þeir sig saman, hann og Magnús Grímsson (1825–1860), sem þá var skólapiltur við Bessastaðaskóla, um að safna því sem þeir kölluðu alþýðleg fornfræði. Magnús átti að safna sögum en Jón „kreddum, leikum, þulum, gátum og kvæðum“.21 Safn þeirra kom út árið 1852 undir titlinum Íslenzk ævintýri og varð fyrsta prentaða þjóðsagnasafnið sem út kom með íslenskum sögum.22 Jón Árnason segir sjálfur að bókin hafi „fyrst í stað [átt] fáum vinum að mæta á Íslandi“ en Íslendingar í Kaupmannahöfn og ekki síst Þjóðverjar hafi tekið henni mun betur.23 Áhugaleysi landsmanna dró kjarkinn úr þeim félögum, en þegar Konrad Maurer kom til landsins 1858 hvatti hann þá til að halda söfnuninni áfram og lofaði að finna útgefanda að sögunum í Þýskalandi. Magnús Grímsson lést 1860, svo það kom í hlut Jóns Árnasonar að ljúka verkinu.24 En það sama ár, 1860, kom einnig út á þýsku safn þeirra sagna sem Maurer hafði safnað á ferð sinni um Ísland.25 Maurer kynntist Jóni Árnasyni í Reykjavík áður en hann lagði af stað í ferð sína um landið, líklega hittust þeir í fyrsta sinn þann 12. maí og áttu þá strax langt samtal. Þann 23. maí kemur fram í dagbók Maurers að hann talar við Jón um að finna útgefanda eða að minnsta kosti sé hægt að birta sögur í tímaritinu Germania.26 Vissan um að sagnasafnið yrði gefið út og það að sjá safn Maurers á prenti, ásamt þeirri staðreynd að Maurer hafði á ferð sinni hitt marga þá sem Jón Árnason leitaði til, hefur áreiðanlega haft þau áhrif að Jóni fór að ganga betur við sagnasöfnunina.27 Maurer benti Jóni einmitt á nokkra menn sem hann hafði kynnst úti um land sem urðu síðan á meðal bestu hjálparmanna Jóns við söfnunina.28 Í bréfi sem séra Jón Þorleifsson, prestur á Ólafsvöllum á Skeiðum, skrifar nafna sínum Árnasyni, 24. september 1858, segist hann vera:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.