Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 108

Andvari - 01.01.2019, Side 108
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 107 aðeins sjö erindi, um hnattrænan sálarfrið: Við norðurskaut ég skálda undir súð, í skynjun mína streymir næturúð. (Gangvirkið, 88.) Sú ljóðræna „úð“ sem einkennir skáldskap Arons Eilífs hefði án efa valdið Þórbergi „viðbjóðslegri klígju og velgju,“ eins og hann fullyrti sjálfur að ís- lensk ljóðlist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar hefði gert; Þórbergur var síst af öllu gefinn fyrir „lýrískt eilífðarmas“ og tilgerð í stíl.11 Hér sækir Ólafur Jóhann að öllum líkindum til skáldsins Grétars Fells (1896–1968) sem var forseti Íslandsdeildar Guðspekifélagsins í 21 ár og ritstjóri tímarits- ins Ganglera í þrjá áratugi. Grétar var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, sem og kvæði, allt frá þriðja áratug tuttug- ustu aldar og fram á þann sjöunda.12 Eftir hann liggja átta fyrirlestrasöfn, níu ljóðabækur og auk þess mikið af „ljóðrænum hugleiðingum um andleg efni, hinn hollasti og ljúfasti lestur,“ eins og Sigvaldi Hjálmarsson komst að orði í minningargrein.13 Jón Skagan skrifar í annarri minningargrein að Grétar hafi reifað „hugræn og andleg mál“ í útvarpi og „að þeirra erinda var af ýmsum með óþreyju beðið“. Hann bætir síðan við: Af flestu því, sem ég hef skoðað úr þessum efnum, leggur slíkan ilm göfgi og fegurðar, að ég ætla verða betri manns [svo] hvern þann, sem því kynnist nánar. Ýmsir efnishyggju- og raunsæismenn munu vafalaust stundum hafa talið Grétar Fells vera nokkuð utan og ofan við heiminn. Svo fer jafnan um þá, sem telja sig geta skoðað og skýrt til fulls alla hluti og fyrirbæri með skynfærunum einum saman. En Grétar Fells átti sinn heim, víðan, heiðan og háan. Hann gat aldrei hugsað í formúlum, „dogmum“ eða „paragröfum“. Til þess var andi hans allt of ljóssækinn, fleygur og frjáls. Hann vissi að okkar skynsvið nær að jafnaði svo skammt. Hann vissi að tveir og tveir eru ekki alltaf fjórir. Flestum fremur var hann gæddur dul- rænum hæfileikum og djúpri innsýn í lögmál lífsins og tilverunnar.14 Sem dæmi um ljóðagerð Grétars Fells má taka eitt erindi úr ljóði hans „Bænarmál“: Og gefðu mér, Allífsins Andi, vit, sem upplýsir veg minn og dægurstrit. Gef mér fagrahvel sannleikans, fjarrænt og blátt, og frelsandi hugsunar vængjamátt.15 Útlitslýsingin á Aroni hefur þó enga tilvísun til Grétars Fells en Aron er „sérvizkulegur og einmana, höfuðstór eins og marhnútur, lágvaxinn og hor- aður, luralega til fara, í upplituðum frakka, óhreinni skyrtu, slitnum buxum og ef til vill með tærnar út úr sokkunum“ (Gangvirkið, 164–165). Þessi lýsing minnir svo sannarlega frekar á ofvitann úr bókum Þórbergs en þann myndarlega mann sem sjá má af ljósmyndum af Grétari Fells.16 Það má
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.