Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 115

Andvari - 01.01.2019, Side 115
114 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI deildi mörgum hugðarefnum Þórbergs; var róttæk, áhugasöm um spíritisma og hafði ánægju af bókmenntum, svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur aug- ljóslega hrifist af henni, varla hefði hann annars kvænst henni svo fljótt eftir fyrstu kynni. Hjónaband þeirra entist í ríflega fjóra áratugi eða þar til Þórbergur lést árið 1974. Minna má á að Margrét hafði gott auga fyrir myndlist og safnaði málverkum eftir jafnt þekkta sem unga og upprennandi myndlistarmenn á sambúðarárum þeirra Þórbergs og tók þar eiginmanni sínum fram sem hvorki skildi nútímalist né nútímaljóð.23 Þótt Ólafur Jóhann láti heimili Arons Eilífs og frú Hönnu skarta vönduðum málverkum er það þó ekki frúin sem velur verkin, líkt og Margrét gerði, heldur Aron sjálfur eða þau eru gjafir frá samstarfsfólki hans. Miðilshæfileikana eiga þær þó sameiginlega frú Hanna og Margrét og er víða að finna frásagnir þar um, til að mynda í viðtalsbókinni Við Þórbergur sem Gylfi Gröndal tók saman um Margréti þegar hún var orðin háöldruð.24 Á málþingi sem haldið var í tilefni af aldarafmæli Þórbergs í Reykjavík flutti rithöfundurinn Einar Bragi erindi og þótti augljóslega ástæða til að grípa til varnar fyrir Margréti: Vert er að veita því athygli að skýr og skorinorð endurfæðing Þórbergs til rit- starfa hefst sama ár og hann kvænist Margréti Jónsdóttur. Sigfús Daðason sagði í umræðuþætti í útvarpinu á dögunum að Margrét hefði rekið Þórberg eins og fyrirtæki. Þessi ummæli komu illa við mig. Margrét hefur á yngri árum verið lag- leg og lífmikil kona sem heillaði Þórberg. Hún var bæði hrifin og stolt af honum og átti mikinn metnað fyrir hans hönd. Hún var vargur dugleg og án efa gleggri á fjármál en maður hennar, enda hægt við að jafnast. Vel má vera að hún hafi verið umboðsmaður höfundarins gagnvart útgefendum, um það veit ég ekki neitt. En ætli honum hafi þá ekki komið vel að eiga hauk í horni sem annaðist veraldarvafstrið? Og hafi viðskiptavit Margrétar fengið því áorkað að Þórbergur gat gefið sig allan að ritstörfum frá upphafi hjúskapar þeirra til loka starfsævi sinnar megum við vera henni ævinlega þakklátir Íslendingar.25 Af því sem fram kemur í tilvitnunum hér að ofan í Halldór Guðmundsson og Einar Braga má greinilega sjá að lýsingin á frú Hönnu Eilífs er að ein- hverju leyti byggð á því sem ‚almannarómur‘ hafði um Margréti Jónsdóttur að segja. Sérstaklega á það við um samskipti hennar við útgefendur/ritstjóra skáldsins, það er að segja starf hennar sem innheimtumaður ritlauna, sem og varðstöðu hennar um vinnufrið skáldsins. Ýktar lýsingar sem því tengjast í þríleik Ólafs Jóhanns hafa vafalaust þótt mjög skoplegar, sem þær og eru. En lýsingarnar á vafasamri fortíð frú Hönnu og „lauslæti“ hennar kunna að vekja annars konar viðbrögð í dag en á ritunartíma bókanna. „Lauslæti“ var orð sem aðeins var notað um konur á meðan þeir karlmenn þóttu „kvenna- gull“ sem höfðu reynslu af ástarlífi fyrir hjónaband að státa. Í bókinni ÞÞ. Í forheimskunarlandi skrifar Pétur Gunnarsson um Margréti:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.