Andvari - 01.01.2019, Síða 117
116 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI
skáldverkum karla. Í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar má glöggt sjá hvers
konar konur falla að karlkynsmótaðri draumaveröld og hverjar ekki. Í fyrri
flokknum er hin heimakæra sómakona Hildur, eiginkona Páls, í þeim síðari
konur á borð við „foráttukvenmanninn“ frú Hönnu Eilífs.
Þórbergur í Steindóri?
Að lokum skal hér vikið stuttlega að persónunni Steindóri Guðbrandssyni
sem er ein háværasta rödd þríleiksins og að flestra mati jafnframt sú
skemmtilegasta. Eins og ljóst má vera kemur húmoríski þátturinn í Þórbergi
ekki fram í Aroni Eilífs nema að litlu leyti, alþekkta gráglettni Þórbergs
vantar alveg í Aron en hana má hins vegar finna í Steindóri, kunningja Páls.
Því má jafnvel halda fram að Steindór sé efnilegur fulltrúi annarra þátta í
persónuleika Þórbergs. Hann er afar gáfaður, víðlesinn og fyndinn kjaftask-
ur, sem espar menn upp sér til dægrastyttingar og efast um allt gildismat.
Steindór talar iðulega í ýkjustíl, hann fræðir Pál um bókmenntir og listir og
Páll lítur mjög upp til hans. Steindór leggur stund á norræn fræði í Háskóla
Íslands, líkt og Þórbergur gerði, en lýkur ekki prófi. Hann er bæði kvensam-
ur og finnst gaman að skvetta í sig. Steindór gagnrýnir Pál viðstöðulaust,
kallar hann ömmustrák í klukku og leiðindapúka og ögrar honum á allan
hátt. Þá á Steindór sín „frægðartímabil“ og hefur þá iðulega á eftir sér stroll-
una af áhugasömum lærisveinum, námfúsum skáldum, sem líta upp til hans
sem mikils spekings. Húmoristinn Steindór talar í ýkjustíl og furðar sig á því
hversu auðtrúa Páll er og blindur á aðstæður. Hann er rödd sannleikans og
segir skoðanir sínar umbúðalaust. Þegar Páll fullyrðir að herinn sé á förum
frá landinu árið 1946 segir Steindór, og reynist sannspár:
Ertu sá fáráðlingur að trúa því að bandaríski herinn verði kallaður héðan um leið og
hann er búinn að koma sér upp prýðilegustu herstöðvum hjá heimskum og fégráð-
ugum eyjarskeggjum? […] Heldur þú kannski að þeir kunni ekki ráð til að hafa sitt
fram, liðka fyrrverandi undirlægjur dana, mýkja þær og meðhöndla í samræmi við
klassískar reglur stórvelda, þegar þær þurfa að koma ár sinni fyrir borð á hljóðlátan
og friðsaman hátt? (Drekar og smáfuglar, 115.)
Steindór varpar írónísku ljósi á samtímann og talar oftast í algerri andstöðu
við Pál og hneykslar hann iðulega með tungutaki sínu. Hann gerir uppreisn
gegn hefðbundnum gildum, hvort sem um er að ræða trúarleg, samfélagsleg,
menningarleg eða siðferðileg og smáborgaraskapur er eitur í hans beinum.
Hann vandar samborgurum sínum ekki kveðjurnar og biður Pál meðal ann-
ars um að „hafa það hugfast að fáar eða öngvar þjóðir ættu jafn ómenntaða