Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 126

Andvari - 01.01.2019, Page 126
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 125 hafi hann látið hrífast með í stríðsvímunni; sú hrifning hafi ekki varað lengi en síðan hafi hann verið í mikilli óvissu um skeið. Tvennt virðist hafa breytt því, annars vegar hin ákveðnu viðbrögð í bréfi Rollands og hins vegar sá hroðalegi raunveruleiki sem blasti við Zweig þegar hann fór í sjúkrabúðir við austurvígstöðvarnar sumarið 1915. Eftir það þolir hann ekki „stríðslygarnar“ sem blasa við í blöðunum og, eins og segir í bókinni, „ég sá að það tjáði ekki annað en hefja baráttu gegn ófriðnum“ (229). Hann gerist bandamaður Romains Rollands í friðarmálum, en Rolland vann að þeim í útlegð í Sviss á stríðsárunum og þangað færði Zweig sig líka árið 1917. Það ár snýst Zweig einnig ákveðið gegn hernaðarhyggju í leikriti sínu Jeremias. En hvers vegna fer Zweig svona frjálslega með atburðarásina þegar hann lýsir henni löngu síðar, eftir að síðari heimsstyrjöldin er hafin? Matuschek segir, vafalaust réttilega, að það sé vegna þess að á millistríðsárunum hafi Zweig orðið víðkunnur sem óbilandi friðarsinni og hafi talið sig þurfa að haga frásögn sinni í samræmi við þá mynd af sér.9 Hann býr semsagt til sögu af sjálfum sér sem hann getur lifað við. Það merkir ekki að efast þurfi um viðhorf hans og heilindi eftir stefnubreytinguna eða um framlag hans til friðarmála og alþjóðatengsla eftir að öfgasinnuð þjóðernisstefna fór að láta á sér kræla að nýju og stoðir tóku að bresta undan lýðræðinu. Það kallaði á málamiðlun og sáttfýsi að vinna að tengslum rithöfunda og listamanna þvert á pólitískar skoðanir, einkum milli þeirra sem voru andsnúnir kommúnisma og hinna, manna eins og Halldórs Laxness og Romain Rollands, sem tóku mið af Stalín og stefnu Sovétríkjanna en voru jafnframt yfirlýstir friðar- sinnar. En það er samfylking af þessu tagi sem myndaði grundvöll PEN- þingsins í Buenos Aires 1936, og þangað er ferð þeirra Zweigs og Halldórs heitið þegar kynni takast með þeim á skipinu Highland Brigade. Upptakturinn að því sem Halldór segir um Zweig í Skáldatíma er athyglis- verður. Þessi kafli bókarinnar nefnist „Frægir menn“ og hefst með orðum Halldórs um að stundum sé sagt að honum hafi láðst „að læsa í skrift þau áhrif sem ég hafi orðið fyrir af persónulegri viðkynningu við fræga menn“. Hann bregst fyrst við með því að afneita muninum á frægum mönnum og ófræg- um en segir þó jafnharðan að fátt sé jafn leiðinlegt og sögur um „stjörnur eða þjóðhetjur“, sem hlíti „allir einni formúlu“ og þetta banni „frjálsa hreyf- ingu í persónusköpun innan verksins“. Halldór tekur sem dæmi um frægan mann rithöfundinn Emil Ludwig, sem er einnig farþegi á Highland Brigade, en hann var einmitt þekktur fyrir ævisöguleg verk sín um heimsþekkta ein- staklinga. Halldór kveðst sjá í Ludwig „hnappasteypara“ sem þykist vita allt betur en aðrir, og síðan gerir hann stólpagrín að hegðun Lugwigs á skipinu. Næst er vikið að franska rithöfundinum Georges Duhamel og honum líkt við afdalabónda sem er „heldur lítill búhöldur“, og þá er komið að Zweig:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.