Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 135

Andvari - 01.01.2019, Side 135
134 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Þannig sveipar Zweig atburðarásina vissri dulúð; stöðugt er verið að spinna örlagaþræði sögunnar. En á hinn bóginn felur áhersla hans á andartakið og á einstaklinginn, háan sem lágan, í sér andóf gegn öllum hugmyndum um að hinn stríði straumur í lífi samfélaga sé náttúrulegur og óhjákvæmilegur eða að mikilvæg atvik verði skýrð með sögulegri nauðsyn. Hann vill gera ráð fyrir sköpunarrými einstaklingsins; og þeir sem skynja vitjunartímann geta einnig þolað ósigur með því að finna sér nýjan flöt tilvistar og tjáningar, eins og sést í öðrum þætti í bókinni sem segir af ástamálum hins aldraða skáld- jöfurs Goethe þar sem hann skröltir í hestvagni áleiðis heim til Weimar í september 1823. Slík ódáinsandartök geta einnig orðið til andspænis dauð- anum, eins og hjá Tolstoj, svo sem áður gat um, og raunar átti Zweig eftir að skrifa þátt út frá þeim veraldarmínútum í Astapovo. Því að hann lét ekki sitja við þá fimm söguþætti sem hann birti 1927; þeir urðu alls fjórtán talsins. Að minnsta kosti tveir af þeim sem við bættust síðar hafa birst á íslensku, annar fjallar um tilurð franska þjóðsöngsins og höfund hans og hinn um fall Konstantínópel.25 Það hefur löngum verið áhugi fyrir slíkum söguþáttum á Íslandi og hinir kunnu þættir Sverris Kristjánssonar og Tómasar Guðmundssonar, sem birtust í nokkrum bókum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar undir yfirskriftinni Íslenskir örlagaþættir, minna um sumt á söguþætti Zweigs og enduróma heitið á þýðingu Magnúsar á þáttum Zweigs: Undir örlagastjörnum. Í verkum af þessu tagi á sér stað samsláttur sagnfræði og sagnalistar sem er vandasamur en getur verið heillandi. Oft eru slíkir þættir bornir uppi af meginþráðum í lífi merkra einstaklinga og í sér- stökum bókaflokki útfærði Zweig slíka umfjöllum í lengri þáttum sem kalla mætti esseyjur og bera raunar einnig svipmót formlegra ritgerða í grein- ingu sinni á viðfangsefninu. Bækurnar eru þrjár og er hverri þeirra þrískipt. Bókaflokkinn kallaði Zweig Baumeister der Welt, en það heiti þýddi Thor Vilhjálmsson laglega sem Höfuðsmiði heimsins og hann lýsir bókunum svo: Drei Meister, 1920, fjallar um Balzac, Dickens og Dostójevskí, þar ætlaði hann að lýsa þrem skáldsagnahöfundum, sínum af hverju þjóðerni sem bregða upp stórri veraldarmynd; þá kom flokkurinn Der Kampf mit dem Dämon 1925 um Hölderlin, Kleist og Nietzsche, sjálfseyðingarsnillinga sem eru hafnir af demón sínum á loft og þyrlað aftur niður í víti tortímingar. Þriðji þátturinn er um sjálfslýsingarmeist- ara: Drei Dichter ihres Lebens 1928, og segir frá Casanova, Stendahl og Tolstoj. Þetta er geysimikið og verðmætt verk þar sem höfundurinn kannar sálardjúp snill- inganna og reynir að gera sér grein fyrir því hvernig andi þeirra starfaði og þeim öflum sem brutust þar um.26 Með þessum bókum, undir þessari yfirskrift, leggur Zweig sitt af mörkum til verðmætamats sem myndað geti grundvöll þess að ræða um menningu á heimsvísu (þótt sjálfur haldi hann sig einkum við Evrópu). Þá á hann ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.