Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 136
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 135
við að slíkir meistarar andans séu allir fyrirmyndarfólk í einföldum skiln-
ingi, heldur séu þeir könnuðir þeirra vídda sem mennskan markast af.
Taflborð ævisögunnar
Engin ritsmíðanna úr bókaflokknum Höfuðsmiðir heimsins, sem út kom á
þriðja áratug síðustu aldar, hefur verið þýdd á íslensku. Zweig hélt reyndar
áfram að beina athygli sinni að kunnum einstaklingum, en af öðrum sviðum
heimssögunnar, jafnframt því sem hann færði sig yfir á breiðari forsendur
ævisögunnar. Á síðustu þrettán árum ævinnar, þ.e. frá og með 1929, birti
hann allmargar bækur sem oft eru kallaðar ævisögur og tvær komu út að
honum látnum, semsé Veröld sem var og bókin um Balzac. Flestar þessara
ævisögulegu bóka hafa verið þýddar á íslensku, eða alls sjö. Bók Zweigs
um frönsku drottninguna Maríu Antoinette kom út í þýðingu Magnúsar
Magnússonar (sem oft var kenndur við tímarit sitt Storm) 1939, sama ár og
Undir örlagastjörnum. Magnús þýddi einnig bækur Zweigs um Maríu Stúart
Skotadrottningu og franska stjórnmálamanninn Joseph Fouché og komu þær
út 1941 og 1944. Árið 1940 kom út bókin um sæfarann Ferdinand Magellan
í þýðingu Gísla Ásmundssonar. Zweig var því talsvert áberandi á íslenskum
bókamarkaði þessi ár. Nokkuð kom út af öðrum þýddum ævisögum á þess-
um árum, t.d. ævisögur Evu Curie, Viktoríu Bretadrottningar og Byrons lá-
varðar, og væri vert að kanna stöðu slíkra verka í hinu íslenska bókmennta-
kerfi og hvernig þau standa gagnvart íslenskri ævisagnaritun. Slíkt verður
ekki gert hér, en um tilgreind ævisöguleg verk Zweigs má segja, rétt eins og
um sagnaþættina hér að framan, að framsetning efnis mótist af samslætti
sagnfræði og sagnalistar.
Bókin Marie Antoinette. Bildnis eines mittleren Characters, sem birtist
árið 1932, heitir María Antoinetta í þýðingu Magnúsar. Hann sleppir und-
irtitlinum, sem er mikilvægur en vissulega vandþýddur á íslensku. Bókin
birtir semsé „mynd“ („Bildnis“) af „meðalmanneskju“ eða ósköp „venjulegri
persónu“. Zweig útlistar þessar grunnforsendur í inngangi sínum:
María Antoinetta var hvorki hinn mikli dýrlingur konungshollustunnar eða skækja
byltingarinnar – „la grue“. Hún var eins og fólk er flest, mjög alvanaleg kona, ekki
sérstaklega skynsöm og ekki tiltakanlega heimsk, hvorki eldur né ís. Hún hafði
enga sérstaka hæfileika til þess góða, og hún hafði ekki hinn minnsta vilja til hins
vonda. Hún var hversdagskonan í gær og í dag og á morgun. Hún fýstist ekki til
þess djöfullega, og hún hafði enga löngun til þess mikilfenglega, og virtist því ekki
vera neitt efni í sorgarleik.27