Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 137

Andvari - 01.01.2019, Síða 137
136 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI En skömmu síðar lætur sögumaður svo um mælt: „Með hvílíkri list og hug- vitssemi er það, sem sagan vefur örlög þessarar alvanalegu konu inn í sorgar- leik sinn. Með djöfullegri slægð dekrar hún fyrst við þessa konu“ (11). Því að María er fædd inn í keisarafjölskyldu; hún er barn Maríu Teresu sem stýrir hinu víðlenda Habsborgaraveldi og fjórtán ára er dóttirin gefin Louis- Auguste sem fjórum árum síðar verður Loðvík konungur sextándi og hún þar með drottning Frakklands. Til þessa hjónabands er vitaskuld stofnað á pólitískum forsendum; það á að skapa hagkvæm tengsl milli Habsborgara og Búrbóna. Öllu er tjaldað til í upphafi af hálfu beggja aðila og í því sambandi dúkkar upp orðið „óhóf“ í íslensku þýðingunni (15) og má það teljast lykil- orð í verkinu og hittir um sumt betur í mark en „Luxus“ í frumtextanum. Zweig spinnur lipurlega inn í söguna áhyggjur Maríu Teresu, sem veit að unglingsdóttir hennar hefur ekki öðlast þroska til að takast á við nýjar að- stæður sínar og hún reynir sem best hún má að halda uppeldinu áfram í stöð- ugum bréfaskiptum þeirra mæðgna. Það vakti talsverða athygli á sínum tíma að Zweig ræðir tiltölulega hispurslaust um hjónaband og kynlíf þessara göf- ugustu hjóna Frakklands. Þau eignast lengi vel ekki erfingja, því að Loðvík reynist eiga við einhvern líkamlegan annmarka að stríða sem er honum til trafala í hjónasænginni. „Lúðvík XVI. er varnarlaus gagnvart konu sinni vegna þessa annmarka síns, hann verður þræll hennar, en ekki eiginmaður. [...]. Ráðherrarnir, María Theresía og öll hirðin horfa óttaslegin á það, að allt valdið hverfur til þessarar ungu og duttlungafullu konu, sem leikur sér gá- lauslega með það“ (26). Á hinum líkamlega kvilla finnst lausn um síðir en þá hefur hjónabandið þegar mótast af þessum vanmætti konungs. Og þannig getur freudistinn Zweig smeygt þeirri hugsun inn í sögu sína að rekja megi þráð frá vandræðum í hjónasænginni yfir í brösulega meðhöndlun ríkisvalds sem eigi drjúgan þátt í ólgunni er leiddi til frönsku byltingarinnar. Zweig gerir sér heilmikinn mat úr andstæðum þeirra hjóna: „Hann er þunglamalegur, hún fislétt; hann er klaufalegur, hún lipur [...], hann er taugasljór, hún duttlungafull og viðkvæm; hann er óákveðinn, hún of fljót að taka ákvörðun; [...] hann er sparsamur, hún eyðslusöm [...]. Honum líður bezt einum, hún kann best við sig í glaumi og margmenni“ (62–63). María Antoinette vanrækir hlutverk sitt sem drottning ríkisins en verður þess í stað drottning hins freyðandi rókókóstíls. En það gerist vegna þess að konungur er drumbur sem virðist ekki lifna við nema þegar hann er á veiðum, ef marka má frásögn Zweigs, sem gengur mjög langt í slíkri sviðsetningu Loðvíks sex- tánda, raunar svo að jaðrar við grótesku. En það gerir hann meðal annars til að undirbúa sviðið undir lokaþáttinn, þegar allt er komið í óefni. Það dimmir yfir og kvöldið þegar Loðvík, „fyrrverandi stjórnandi Frakklands flytur úr höll forfeðra sinna í fangelsi, skiptir einnig hinn nýi stjórnandi Frakklands um dvalarstað. La guillotine, fallöxin, er flutt úr Conciergeriegarðinum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.