Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 141

Andvari - 01.01.2019, Síða 141
140 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI giftist hún barnung hinum enn yngri Frans Frakklandsprins og þar með var þriðja krúnan komin í augsýn. Frans var veikburða og María hafði einungis verið Frakklandsdrottning í hálft annað ár þegar hún var orðin ekkja, 17 ára gömul. Í Frakklandi læsist líf Maríu Stúart endanlega í lykilhlutverki hennar sem drottningar í flóknu valdatafli og „til þess að vera drottning og halda áfram að vera það, má hún aldrei framar vera eins og henni er lagið, einlæg og sönn. Sá maður, sem hefur ofurselt sig stjórnmálum, á ekki lengur sig sjálfan og verður alltaf að hlýða öðrum lögum en rödd sinnar eigin samvizku.“32 Þetta er kjarnamálsgrein af höfundarins hálfu og myndin sem hann bregður upp af lífi Maríu mótast af gríðarlegri spennu milli persónuleika hennar og miskunnarlausra aðstæðna sem eru þéttofnar hagsmunaþráðum. Og á þess- um velli er langt frá því að allt liggi í augum uppi. „Það skýra og auðsæja mælir fyrir sér sjálft, en það dularfulla gefur ímyndunaraflinu lausan taum- inn. Því er það, að þær sögulegu persónur og atburðir, sem hjúpaðir eru slæðu vafasemdanna, krefjast sífelldrar túlkunar og skáldskapar. Harmsaga Maríu Stúart er sígilt dæmi um hina ótæmandi og eggjandi dul sögulegra viðfangsefna“ (9). Þessi upphafsorð Zweigs segja sitthvað um viðhorf hans til sögulegs veru- leika og til þess hvernig liðin tíð getur lifnað með okkur. Í því ferli vinna túlkun og skáldskapur saman og það er athyglisvert að í þessu verki vísar Zweig ítrekað til Shakespeares, sem er að hans mati „mesti túlkari“ sögunnar (50). Bókmenntir eru, samkvæmt þessu, ein máttugasta aðferð sem býðst til að nálgast fortíðina – og með þessu er Zweig kannski óbeint að segja að ævi- sögur hans um fyrri tíðar fólk séu bókmenntaverk, þótt hann nýti sér sömu heimildir og sagnfræðingar. En innan þessa sviðs er í sjálfu sér einnig víður túlkunarrammi – og þar lætur höfundur stundum gamminn geisa í drama- tískri mynd sinni af Skotadrottningu. „María Stúart er ein af hinum sjald- gæfu og eggjandi konum, sem lifa aðeins skamma stund. Blómgun þeirra er skömm en ör, og þær blossa upp í ástríðuofsa stuttrar stundar.“ Hér er hann að vísa til þeirra tveggja ára er María var gagntekin af sambandi sínu við Bothwell lávarð, sem varð þriðji eiginmaður hennar. „Og aðeins vegna þessarar ástríðu lifir nafn hennar enn í dag í skáldskap og skýringum“ (11). Áherslan á þetta örlagaskeið, þessa ögurstund í lífinu, getur orkað á lesand- ann sem einföldun, en vissulega má færa rök fyrir því að þarna sé María líkt og að rífa sig lausa úr þeim höftum sem hún hefur búið við en jafnframt leiðir þetta amok-tímabil til flótta hennar yfir til Englands þar sem hún er síðan til æviloka fangi frænku sinnar, Elísabetar drottningar. Það eru aðrar yfirlýsingar sögumanns sem fara líklega meira fyrir brjóstið á mörgum nú- tímalesendum, eins og þegar hann ber saman Maríu og Elísabetu og segir að þó að þær „séu óvenjulegum hæfileikum gæddar, þá eru þær þó alltaf konur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.