Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 148

Andvari - 01.01.2019, Side 148
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 147 eða þeirra gríðarmörgu tilvísana til Zweigs sem finna má í íslenskum blöð- um og tímaritum (sbr. timarit.is), að Veröld sem var og Manntafl, tvö síðustu ritverkin sem Zweig gekk frá áður en hann stytti sér aldur, eru þau verk sem halda nafni hans mest á lofti á Íslandi. Athyglin sem Manntafl hefur fengið í íslensku samhengi tengist að vísu oft skákiðkuninni sjálfri, þ.e.a.s. oft er vísað til sögunnar þegar rætt er um skák og það var raunar sérlega algengt í kringum heimsmeistaraeinvígið í skák sem fór fram í Reykjavík 1972. Eins hefur nokkuð verið til umræðu að Zweig kunni að hafa byggt persónu annars skáksnillingsins í sögunni á Íslendingi, Birni Kalman.44 En fyrst og síðast er Manntafl magnþrungin nóvella, í senn hnitmiðuð og margvísandi. Fyrsta málsgreinin er skýr og markviss en tímavísanir virðast samt fela í sér einhverja aukalega merk- ingu, einkum orðin „Bewegung der letzten Stunde“ (og aftur erum við komin um borð í skip og stefnum til Suður-Ameríku): „Auf dem großen Passagierdampfer, der um Mitternacht von New York nach Buenos Aires ab- gehen sollte, herrschte die übliche Geschäftigkeit und Bewegung der letzten Stunde.“45 Svo mjög sem ég kann að meta framlag Þórarins Guðnasonar til íslenskunar á sögum Zweigs, hef ég aldrei getað fellt mig við þessa upphafs- málsgrein í gerð hans (og sérstaklega ekki þessa „ætlun“ skipsins): „Stóra farþegaskipið, sem ætlaði til Buenos Aires, átti að láta í haf frá New York á miðnætti, og innanborðs var ys og þys, eins og ævinlega þegar líður að brott- för.“46 En titill verksins er betri hjá Þórarni en Zweig: íslenska orðið „mann- tafl“ dramatíserar tengsl manneskju og þeirrar iðju sem skák er, hvernig sem sú iðja er skilin: sem leikur, íþrótt, list – en þá líka sem hernaðarlist; við erum með vissum hætti komin aftur til Waterloo í þætti Zweigs sem áður var ræddur, nema hvað nú skynjum við af fullum þunga raun þess ein- staklings sem er peð – og fórnarlamb sálrænna pyndinga – í valdatafli þeirra sem einskis svífast. Manntaflið birtist í ótal myndum í sögunni og vekur mann einnig til umhugsunar um hvernig það fer fram í mörgum sagnaverk- um Zweigs sem og í lífi hans; um mikilvægi fórnarinnar, undankomuleiðir, óttann við að króast af, leiktímann sem gefst – og um það stöðuga manntafl sem fram fer í huga hvers og eins og ríður sumum að fullu. TILVÍSANIR 1 Sbr. eftirmála Olivers Matuscheks við bók Zweigs: Die Welt von Gestern. Erinnerungen eines Europäers, ritstj. Oliver Matuschek, Frankfurt am Main: S. Fischer, 2017, bls. 639- 663, hér bls. 646–647. 2 Stefan Zweig: Veröld sem var. Sjálfsævisaga, þýð. Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1958, bls. 11. Eftirleiðis munu til- vísanir til þessarar útgáfu birtast sem blaðsíðutal í svigum innan meginmáls.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.