Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 155

Andvari - 01.01.2019, Page 155
154 GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR ANDVARI og túlkað hana í þjóðernislegum anda til að renna stoðum undir forystuhlut- verk Svía meðal þjóða. Á öðrum fundi okkar Guðvarðar rétti hann mér ljósrit af fyrirlestri eftir kanadíska fræðikonu, Patricia A. Baer, sem hún flutti í Uppsölum 2009 á alþjóðlegri sagnaráðstefnu. Þessi fyrirlestur opnaði mér sýn í fleiri áttir. Baer fjallar um teikninguna í Uppsala-Eddu og átta endurgerðir henn- ar. Megináherslan er á fjórar myndir eftir Jakob Sigurðsson í Kirkjubæ í Hróarstungu á Austurlandi, en þær finnast í þremur pappírshandritum sem hann ritaði og lýsti 1760–1765. Vorið 2012 skilaði ég ritgerð í námskeiðinu „Myndlist á miðöldum“ þar sem megináherslan var á handrit Uppsala-Eddu og túlkun teiknarans á frá- sögn Snorra. Kennari minn, Æsa Sigurjónsdóttir, hvatti mig til að halda rannsókninni áfram og kanna endurgerðir teikningarinnar. Handritin, sem voru til umfjöllunar, eru geymd á fimm bókasöfnum í fjór- um löndum, á Háskólabókasafninu í Uppsölum, á Bodleian Library í Oxford, í Svarta demantinum í Kaupmannahöfn, Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík. Ennfremur voru til umfjöllunar þrjár prentaðar bækur sem komu út í Uppsölum og hér verður fjallað um. Ég tók þá ákvörðun að ferðalög yrðu hluti rannsóknarvinnunnar; að fara á söfnin þar sem handritin eru geymd, handfjatla þau og skoða, þótt þau séu aðgengileg í tölvutæku formi. Haustið 2013 skilaði ég ritgerð til B.A. prófs ásamt heimildaskrá og tuttugu og átta myndum. Titill ritgerðarinnar er „Teikning í Uppsala-Eddu og átta endurgerðir hennar. Lýsing, túlkun og samanburður.“ Í þessari grein er birt brot úr ferðasögu en meginefnið er túlkun þriggja sænskra fræðimanna á teikningunni sem finna má í bókunum sem prentaðar voru í Uppsölum á 17. öld. Tilvitnunum hefur verið breytt til nútímamáls. Ferð til Uppsala Það var bjartan vordag, 13. apríl 2012, sem ég gekk inn á Háskólabókasafnið í Uppsölum, Carolina Rediviva. Ég hafði verið sendikennari í Uppsölum fyrir rúmum tuttugu árum. Þá hafði yfirmaður handritadeildar, Carl-Otto von Sydow, boðist til að sýna mér Uppsala-Eddu, Codex Upsaliensis. Hann leiddi mig niður í handritageymsluna, opnaði bókina þar sem teikningin var og rétti mér. Hafði þetta verið fyrirboði þess að ég var komin hingað aftur? Uppsala-Edda var ekki lengur í geymslu heldur á grunnsýningu á bóka-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.