Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 159

Andvari - 01.01.2019, Page 159
158 GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR ANDVARI Engin lýsing er á útliti eða klæðaburði í frásögn Snorra. Það er því hugar- flug teiknarans sem ræður. Túlkun hans á Háum vekur undrun. Hann er dreginn fínlegum dráttum, skegglaus og skikkjulaus. Birtist Óðinn hér í kvenmannslíki? Það var ekki óvenjulegt í heimi goðanna. Þeir gátu breytt sér í hvað sem var. En ekkert í frásögn Snorra gefur það til kynna. Teiknarinn setur kórónu á konungana. Gerð hennar átti eftir að hafa mikil áhrif á túlkun sænsku fræðimannanna. Stórveldistími Svía Nú víkur sögunni til Svíþjóðar. Stórveldistími Svía var á 17. öld. „En í öllu sínu veldi skorti þá mjög heimildir um forna sögu sína“, skrifar Jónas Kristjánsson í Handritaspegli sínum. De la Gardie vildi að Snorra-Edda yrði aðgengileg sænskum fræði- mönnum. Hún greindi frá Gylfa Svíakonungi og þeir töldu að atburðirnir hefðu gerst í Uppsölum. Í Prólogus Eddu eru hin heiðnu trúarbrögð rakin til fornrar dýrkunar á náttúrunni og norrænu goðin talin afkomendur Priams Trójukonungs sem fluttust til Norðurlanda þar sem þau voru tekin í guða- tölu. Sagt er að Jóni Jónssyni frá Rúgsstöðum í Eyjafirði hafi verið vísað úr Hólaskóla. Hann tók sér far með skipi til Kaupmannahafnar til að fá leið- réttingu mála sinna. Hann hafði með sér nokkur handrit með fornaldarsög- um. Eitt þeirra var Gautrekssaga. Á leiðinni hertóku Svíar skipið og færðu það til Svíþjóðar. Svíar sáu að þar var kominn maður sem þeir gætu haft gagn af, settu hann í alþýðuskóla og árið 1662 innritaðist hann í háskól- ann í Uppsölum, fyrstur Íslendinga. Hann tók sér ættarnafnið Rúgmann að sænskum sið. Sá fræðimaður sem fékk Uppsala-Eddu fyrst í hendur og sýndi henni mestan áhuga var Olaus Verelius (1618–1682 ). Hann fékk einnig handritin í hendur sem Jón frá Rúgsstöðum var með í farteskinu. Þegar Jón kom til Uppsala gerðist hann aðstoðarmaður Verelius. Rektor háskólans og verndari Verelius, Olaus Rudbeck, bjó til sérstaka prófessorsstöðu fyrir hann í forn- fræðum, ekki síst í þeim tilgangi að skýra sögu Svíþjóðar og síðar forn- fræðastofnun sem átti að vera miðstöð fornaldarrannsókna í Svíþjóð. Varð Verelius forstöðumaður stofnunarinnar og Jón Rúgmann titlaður þýðandi. Um iðju hans segir Jón Helgason að hún hafi verið fólgin í því að liðsinna fræðimönnum í Uppsölum að skilja og skýra þær bækur íslenskar sem voru til og greiða þannig fyrir þeim.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.