Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 162

Andvari - 01.01.2019, Síða 162
ANDVARI UPPSALA-EDDA 161 hverja mynd í sérstökum kafla í bókinni. Endurgerða teikningin af Ganglera frammi fyrir konungunum þremur er merkt með rómverskri tölu. Umhverfis hana eru innsigli og skjaldarmerki, sjö talsins, merkt rómverskum tölum. Á þeim flestum eru þrjár kórónur en einnig ljón með kórónu. Teikningin er mjög lík endurgerð Verelius, hefur sólartáknið en texta er alveg sleppt. Hún er dregin fáum dráttum, nánast aðeins útlínur. Skorið er neðan af fótleggjum Ganglera við ökkla, broddstafnum og klæðafaldi Friggjar. Í nágrenni við Uppsali var steinn, Morasten. Þar sóru konungar eiða til forna og þjóðin hyllti þá. Á steininn var grafin hin þrefalda kóróna. Ladulås var fyrsti konungur Svía til að nota kórónurnar þrjár í innsigli sínu. Í valda- tíð Magnus Eriksson um 1350 urðu kórónurnar þrjár tákn konungsríkisins Svíþjóðar og í tíð Karls Knutsson Bonde um 1440 bættust tvö ljón í skjaldar- merkið. Þannig hefur skjaldarmerki Svíþjóðar litið út síðan. Það var Gustav II. Adolf, sem komst til valda 1611, sem lagði af þennan forna sið. Í bók Schefferus má sjá teikningu af Morasten eða hugmynd Schefferus um hann. Konungshöllin í Stokkhólmi á rætur að rekja til varðturns sem byggður var á Hólminum á 12. öld og kallaðist Þrjár kórónur, Tre Kronor. Í kring- um turninn byggðist upp glæsilegt virki sem varð konungshöll í tíð Gustavs Vasa. Nafn turnsins færðist yfir á höllina, Slottet tre Kronor. Þar var einnig stjórnsýsla ríkisins á stórveldistíma Svíþjóðar. Höllin brann árið 1697 og nú- verandi konungshöll var reist á grunni hennar. Kórónurnar þrjár urðu að ágreiningsefni milli Svía og Dana. Schefferius benti á að kórónurnar á teikningunni í Uppsala-Eddu væru sömu gerð- ar og í skjaldarmerki Svíþjóðar. Rætur þeirra mætti rekja til heiðni, tíma Uppsalakonunganna sem hefðu þegið guðlegt vald sitt frá goðunum þremur sem birtist í kórónunum á teikningunni í Uppsala-Eddu. Vagga menningarinnar Olaus Rudbeck (1630–1702) var afburðamaður. Hann var vísindamaður og fræðimaður með ríkt hugmyndaflug. Um skeið var hann rektor Háskólans í Uppsölum, rector magnificus. Þjóðernisandinn náði hámarki í verki Rudbeck, Atland eller Manheim og fylgdi verkinu Atlas. Atland kom út í fjórum bindum á árunum 1679–1702 og er alls 3000 blað- síður. Í verkinu sýndi Rudbeck fram á að Svíþjóð væri hin glataða Atlantis og vagga heimsmenningarinnar. Hann lét endurgera teikninguna mjög í anda Verelius með sólartákninu. Þeir félagar héldu því fram að Hofið í Uppsölum væri upphaflega hof Apollos, sólarguðsins, en síðan hof Óðins, Þórs og Friggjar. Schefferus hafnaði hins vegar tengslum við grískan og rómversk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.