Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 164

Andvari - 01.01.2019, Side 164
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON Að sá í akur óvinar síns Flest þekkjum við þá tilfinningu að ljúka við lestur skáldsögu eða vera um það bil að sjá hvernig kvikmynd endar. Hvernig fer þetta nú allt saman á endanum, hugsum við meðan á lestrinum eða sýningunni stendur. Sú þraut rithöfundar að ljúka sögu eða leikriti eða einhverju sambærilegu listformi á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt er eflaust gömul. Höfundurinn vill skerpa á þeim hugmyndum og tilfinningum sem mestu máli hafa skipt hann við sköpun verksins. Hversu langt má hann ganga til þess að verða ekki of tilfinningasamur eða leggja fulleindreginn skilning og augljósan í sitt eigið verk? Hvenær tekur hann of mikið frá lesandanum? Skýrir hann of mikið eða lætur of lítið liggja á milli línanna? Þessum spurningum og vísast mörg- um öðrum áþekkum vandamálum velta sennilega flestir höfundar fyrir sér. Sænski fræðimaðurinn Peter Hallberg hefur fjallað rækilega um ótal margt í skáldsögum Halldórs Kiljans. Þar á meðal hefur hann ritað grein um sögu- lokin sjálf í verkum Halldórs.1 Þar fjallar hann um sögulokin í skáldsögunni Sjálfstætt fólk (1934–1935). En lokakafli þeirrar sögu verður flestum lesend- um minnisstæður. Kemur þar margt til. Bjartur hefur misst eignarjörð sína, Sumarhús, og flytur enn lengra inn í heiðina því að Hallbera gamla, tengda- móðir hans, á þar kotið Urðarsel. Lesandanum verður ljóst að Ásta Sóllilja á ekki langt eftir og hún er í raun deyjandi í fangi Bjarts. Allt er þetta ærið nóg til þess að orka sterkt á lesendur sem þekkja nú að leiðarlokum hina átaka- miklu sögu fólksins í Sumarhúsum. Hallberg fjallar einkum um tvö megin- efnisatriði eða þemu sem Halldór leiðir til lykta í lokakafla sögunnar, Blóð í grasi. Annars vegar er um að ræða endanlegt uppgjör Bjarts við þau skötuhjú Gunnvöru og Kólumkilla. Þau hafa fylgt Bjarti og fólki hans allt frá upphafs- kafla sögunnar og varpað oft og tíðum óhugnanlegum blæ yfir sögusviðið eins og við þekkjum. Sá óhugnaður verður hvað rammastur í kindadrápinu sem á sér stað í Sumarhúsum. Bjartur tekur nú minnismerkið, sem hann hafði á veltiárum látið reisa Gunnvöru, og varpar því ofan af gilbrún á leið sinni fram að Urðarseli: Nú vissi hann fyrir víst að það var ekki hægt að hreinsa hana af Kólumkilla, hún hafði altaf legið þar með honum, bæði á erfiðum tímum og í veltiárum, hún lá þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.