Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 167

Andvari - 01.01.2019, Page 167
166 GUNNAR SKARPHÉÐINSSON ANDVARI árið 1918. Hún skrifar einnig formála að sögunni þar sem hún gerir nokkra grein fyrir höfundinum, Johan Bojer (1872–1959), og sögu hans sem heitir á norsku Den store Hunger en er nefnd Insta þráin (stafsett svo) í þýðingu Bjargar. Hún telur að höfundurinn hafi hér lagst dýpra og brotið mannlega sál betur til mergjar en nokkru sinni áður.9 Johan Bojer var mikilsmetinn rithöfundur á sinni tíð í Noregi en ekki síður víða erlendis enda voru sögur hans þýddar á mörg tungumál. Hann bjó til dæmis alllengi í Frakklandi og þar voru verk hans í talsverðum metum. Bojer ólst upp við kröpp kjör og var tekinn í fóstur af vandalausum þegar hann var á barnsaldri. Hann bar að sögn hlýjar tilfinningar til fósturforelda sinna sem voru efnalítil og bjuggu í Þrándheimi. Bojer komst nokkuð til mennta og bar alltaf þrá í brjósti til þess að verða rithöfundur. Hann vann við alls kyns störf sem ungur maður og reri til dæmis frá Lófóten. Hann þykir lýsa lífi og störfum fátækrar alþýðu og sjómanna einkar vel. Greinilegt er af lýsingum hans á sjósókn fiskimanna við Lófótenseyjar að þar heldur maður á penna sem sjálfur hefur reynt og séð með eigin augum hvað þessir menn máttu búa við og þola. Sagan Den store Hunger kom út þegar heimsstyrjöldin fyrri geisar sem ákafast. Bókin varð afar umtöluð og boðskapur hennar, sem teljast verður mjög skýr og kemur gleggst fram í lokakaflanum, vakti athygli. Aðalpersóna sögunnar heitir Pétur (Per) og elst upp við svipuð kjör og Johan Bojer sjálfur. Pétur er úr Þrændalögum og elst upp hjá fósturforeldrum. Hann er námfús og kemst nokkuð til mennta fyrir styrk frá föður sínum, sem átt hafði Pétur með fátækri og umkomulítilli stúlku, en vill styðja við son sinn fjárhagslega. Pétur er duglegur við námið og leggur stund á eins konar tæknifræði eða verkfræði, fer til útlanda og dvelur þar langdvölum og efnast vel á störfum sínum. Hann er maður tækniframfara eins og menntun hans býður honum. Þegar hann er kominn um miðjan aldur kemur hann loks heim til Noregs og kvænist dóttur efnamanns í heimahögum sínum. Til að gera langa sögu stutta gengur Pétri allt í haginn. Hann býr á óðals- jörð og eignast börn með konu sinni. Hamingjan brosir við þeim, eins og sagt er. En hann hefur ekki alveg sagt skilið við tækniheiminn, hann er ein- staklega hæfileikamikill og hyggst finna upp og þróa ákveðna gerð af sláttu- vél og jafnframt ræðst hann í virkjunarframkvæmdir. Þessi stórbrotnu áform bíða skipbrot. Pétur má kallast góður að halda fjölskyldu sinni og flytur nú búferlum og býr austanfjalls í Noregi og hefur lítið bú sem rétt nægir til framfærslu. Hann er nægjusamur en allt er breytt í högum hans og konunnar. Nágranni þeirra sýnir þeim fjandskap og hroðalegir hlutir eiga sér stað þar sem meðal annars hundur nágrannans drepur barn hjónanna. Pétur sáir samt undir lok sögunnar í akur óvinar síns í eiginlegum skilningi. Í lokakaflanum er langt bréf sem hann skrifar gömlum vini sínum. Þar segir Pétur honum frá tildrögum þess að hann vann þetta góðverk. Ætla má
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.