Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 2
3
Lög og bókmenntir í íslensku samhengi
Ritið 1/2018, bls. 3–10
Ekki er daglegt brauð að nýútkomnar íslenskar skáldsögur og ævisögur
komist í fréttir eða veki víðtækar umræður á síðum dagblaða og í netheim-
um. Eftirminnileg dæmi um þetta frá síðari árum eru verkin Halldór 1902-
1932. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness (2003) eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson, Konan við 1000°. Herbjörg María Björnsson segir frá (2011)
eftir Hallgrím Helgason og Útlaginn (2015) sem Jón Gnarr skrifaði í sam-
starfi við Hrefnu Lind Heimisdóttur. Að miklu leyti snerust deilurnar um
bók Hannesar um meint brot á lögum um höfundarétt á meðan deilurnar
um hinar bækurnar snerust um meint brot á lögum um friðhelgi einkalífs
og ærumeiðingar. Dómsmál var höfðað vegna bókar Hannesar sem endaði
með því að hann var dæmdur til að greiða Auði Laxness, ekkju skáldsins,
1,5 milljónir fyrir brot á höfundarétti og 1,6 milljónir í málskostnað.1 Hins
vegar var hvorki Hallgrími né Jóni stefnt vegna skrifa sinna enda í báðum
tilvikum óljóst hverjir aðrir ættu þar beina aðild að málum.
Þessi þrjú verk eru til marks um að heimar bókmennta og skáldskap-
ar geta skarast margvíslega við lög og rétt. Slíkt eru ekki ný tíðindi fyrir
íslenska lesendur sem hafa í aldaraðir haldið upp á miðaldatexta á borð við
Brennu-Njáls sögu, Ljósvetninga sögu og Hrafnkels sögu þar sem laga deilur
og málaferli eru ein meginuppistaðan og lögspekingar eru söguhetjur.
Vangaveltur um tengsl þessara og fleiri sagna við okkar elstu lögbækur,
svo sem Grágás og Jónsbók, urðu snemma gildur þáttur í alþjóðlegum forn-
sagnarannsóknum, ekki síst meðal þýskra fræðimanna á nítjándu öld.2
Á síðustu áratugum hefur þessi rannsóknarhefð gengið í endurnýjun lífdaga,
meðal annars fyrir tilstilli bandaríska bókmenntafræðingsins Theodores
M. Andersson og landa hans, lögfræðingsins Williams Ian Miller.3
1 Hrd. 211/2007.
2 Sjá meðal annars Karl von Lehmann og Hans Schnorr von Carolsfeld, Die Njálssage
insbesondere in ihren juristischen Bestandtheilen: Ein kritischer Beitrag zur altnordischen
Rechts- und Literaturgeschichte, Berlín: R.L. Prager, 1883.
3 Sjá meðal annars Theodore M. Andersson og William Ian Miller, Law and Litera-
ture in Medieval Iceland, Stanford, CA: Stanford University Press, 1989. Bókin