Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 27
28
Í þeim hlutum Sturlunga sögu sem hafa verið endurgerðir sem
Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar eru rúmlega 90 vísur og vísnahlutar
sem ætla má að hafi verið frumsamin þar sem og þegar þau komu inn í
söguna. Tæpur helmingur, um 40, er sagður eftir nafngreinda, mennska
og lifandi höfunda, og álíka margar eru draumvísur eða vísur sem heyrast
kveðnar þar sem ekki sést til neinna flytjenda. Á annan tug vísna er inn
leiddur með orðum eins og: „Þá var þetta kveðit“ eða „var þar kveðin vísa
sjá“. Ef hægt er að tala um að vísurnar hafi eitthvert sérstakt hlutverk í sög
unni er það einna helst að draga athygli að meginatburðum, til dæmis með
því að láta karla og konur – eða hrafna – birtist fólki í draumi og kveða
óhugnanlegar vísur.63
Auðvitað finnum við engin merki um höfundarrétt í nútímaskilningi í
þessum sagnasöfnum; engu að síður sýna þau að vísur eru tengdar höfund
um sínum miklu nánar en laust mál. Í fleiri tilvikum en ekki þykir viðeig
andi að taka fram hver hafi ort vísu ef vitnað er til hennar. Á þann hátt er
kveðskapur álitinn meiri höfundareign en frásagnir í óbundnu máli.
Vörn gegn skaðlegum skáldskap
Formleg lög Íslendinga um kveðskap að fornu snúast um allt annað en
höfundarrétt; þau stefna einkum að því að vernda fólk fyrir skáldskap. Í
Vígslóða Grágásar stendur þetta:
115 UM SKÁLDSKAP. Hvortki á maður að yrkja um mann lof
né löst. Skala [skal ekki] maður reiðast við fjórðungi vísu nema
lastmæli sé í. Ef maður yrkir tvö orð [vísuorð, braglínur], en annar
önnur tvö, og ráða þeir báðir samt [saman] um, og varðar skóggang
[ævilanga útskúfun úr samfélagi] hvorumtveggja [K: ef löstur er í
eða háðung]. En ef eigi er háðung í, þá varðar þriggja marka útlegð
[fébótum]. Nú yrkir maður fleira um, og varðar það fjörbaugsgarð
[þriggja ára brottvísun úr landi] þótt eigi sé háðung í. Ef maður
yrkir hálfa vísu um mann, þá er löstur er í eða háðung [K: eða lof
það er hann yrkir til háðungar], og varðar það skóggang. Nú ef hann
kveður eða kennir öðrum, og er það þá önnur sök og varðar enn
skóggang, enda varðar svo þeim er nemur þann verka [skáldskap] og
ur, á bls. 454–458 (í 157. kafla) ellefu vísur vefkvenna á Katanesi á Skotlandi. Ekki eru
taldar með 30 vísur á bls. 465–480 sem aðeins eru í einum flokki handrita og prent
aðar sem Viðbætir sögunnar. Þær hafa sýnilega ekki tilheyrt henni frá upphafi.
63 Sturlunga saga I, bls. 241–533 (16.–200. kap.).
Gunnar Karlsson