Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 72
75
vandi sé að stýra með hófsemd miklu ríki, þá lýst mér sá hæðstur að
tempra dómagreinir, á milli lærdómsins og leikmanna, svo ei verði
stór missmiður á. (86)
Það fer ekki milli mála að mikið starf hafði verið unnið af konungs hálfu
í að finna leiðir til þess að koma á fyrirkomulagi sem allir aðilar gætu fellt
sig við.
Árið 1272 höfðu kóngur og erkibiskup samið um hvað skyldi teljast til
kirkjusekta, sem var hluti af undirbúningsvinnu um samning um dómsvald
kirkju.21 Ári síðar lögðu Rómakirkja og konungur grunn að sættargerðinni
(concordat) í Björgvin 1273 um aðgreiningu andlegs og veraldlegs valds
í ríkinu sem var ætlað að koma í stað sambærilegrar aldargamallar sætt-
ar gerð ar.22 Sættargerðin í Björgvin var yfirfarin af páfa23 sem og heima-
mönnum. Ýmsar athuga semdir komu fram en fjórum árum síðar lá hún
fyrir í endanlegri útgáfu með tiltölulega fáum, en þó mark verðum breyt-
ingum.24 Er lokaaútgáfan kennd við Túnsberg og ártalið 1277.25
Sættargerðin í Túnsbergi frá 1277 var endanlegur samningur milli
konungs og almennu kirkjunnar um grundvallarþætti valds og eiginleg
21 DI II 94.
22 Sættargerðin í Björgvin 1273: DI II 100–106. Gamla sættargerðin frá 12. öld er í
DI I 223. Algengast er að hún sé heimfærð á árið 1164. Í íslenska fornbréfasafninu
er hún ársett til 1174 með fyrirvara en í Regesta Norvegica er tíma setningin miðuð
við valdatíma erkibiskupsins sem að henni stóð, eða 1163–1172. Regesta Norvegica
I, ritstj. Erik Gunnes, Osló: Norsk historisk kjeldeskrift-institutt/riksarkviet, 1978.
Upphafleg útgáfa: Gustav Storm 1898. Nánar um sættargerðina frá 1164 sjá t.d.
Peter Landau, „The Importance of Classical Canon Law in Scandinavia in the
12th and 13th Centuries“, How Nordic are the Nordic Medieval Laws? Medieval Legal
History I, ritstj. Ditlev Tamm og Helle Vogt, Kaupmannahöfn: Djøf Publishing,
2005, bls. 24–39, hér bls. 26, 28–31 og 30.
23 Beiðni konungs um staðfestingu páfa DI II 107; staðfesting páfa: DI II 120–123.
24 Jens Arup Seip, Sættargjerden i Tunsberg og kirkens juridiksjon, bls. 104; Lára
Magnúsardóttir, Bannfæring bls. 331.
25 Sættargerðin í Túnsbergi: DI II 139–155 (íslenski textinn frá bls. 147). Um sætt-
argerðina, sem var upphaflega rituð á latínu en þýdd á norrænu, hefur margt verið
ritað og ég geri að miklu leyti grein fyrir því ásamt afstöðu minnar til hennar í bók
Láru Magnúsardóttur Bannfæring, sjá t.d. bls. 320–361, sjá einnig atriðisorðaskrá
bls. 521. Aðrar rannsóknir á sættargerðinni eru t.d. Jens Arup Seip, Sættargjerden
i Tunsberg og kirkens jurisdiksjon; Sverre Bagge, „Kirkens jurisdiksjon i kristen-
rettssaker før 1277“; Jørn Øyrehagen Sunde, Speculum legale – rettsspegeln: Ein
introduksjon til den norske rettskulturen si historie i eit europeisk perspektiv, Björgvin:
Fagbokforlag, 2005 og Eldbjørg Haug, „Concordats, Statute and Conflict in Árna
saga biskups“, Collegium Medievale 28/2015, bls. 70–104.
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR