Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 103
106
unnar. Í kjölfarið verður það verkefni að fella dóm yfir presti að prófraun
á hugrekki Eiríks og einnig, í vaxandi mæli, leið til að sýna að hann beygi
sig undir Guðs vilja.
Allt frá upphafi frásagnarinnar leikur trúin veigamikið hlutverk enda
er stranglúterskt andrúmsloft mikilvægur hluti sögusviðsins. Eiríkur byrj
ar dagbók sína á að vitna í Orðskviði Salómons: „Að dómi hvers og eins
stendur Drottinn!“ (29:26).16 Í þessu efni er skilningur dómarans á lög
unum meira í ætt við viðhorf frá 17. en 19. öld. Hægt er að túlka umrædda
setningu með almennum hætti á þá lund að maðurinn þiggi réttlætið frá
Guði. Raunar styrkja nýlegar þýðingar á Biblíunni þann skilning.17 Innan
sögu Blichers og í sögulegu samhengi danskra laga 17. aldar er hins vegar
þrengri merking hennar nærtækari: að tiltekinn dómur yfir hverjum ein
staklingi sé í höndum Drottins. Þessi bókstaflega túlkun treystir tengslin
milli veraldlegra laga og trúarbragðanna, jafnvel trúarbragðanna í sinni
elstu og ströngustu mynd, enda eru hér um bil allar tilvitnanir í sögunni í
Biblíuna sóttar í Gamla testamentið.18
Sagan virðist staðfesta að dómurinn og aftakan á prestinum séu sam
kvæmt guðlegum vilja sem þýðir auðvitað að dómarinn sé sjálfur aðeins
auðmjúkt handbendi Drottins. En kaldhæðni sögunnar er sú að málalokin
eru ekki í höndum Guðs heldur aðeins hins útsmogna þorpara Marteins
brúsa; þau eru afleiðing af blindu Eiríks á mannlega illsku og hans eigin
ívið breisku og bjöguðu dómgreind. Túlkunarsamhengi trúarbragðanna
reynist því vera hin djöfullega orsök mannlegs óréttlætis.
Í upphafi sögunnar er þetta ekki enn orðið ljóst. Tilvitnanirnar í
Biblíuna virðast aðeins mynda siðferðilegan ramma utan um starf dóm
arans sem er að öðru leyti frekar jarðbundið og rökrétt. En eftir því sem
á lesturinn líður kemur í ljós að ritningargreinarnar hafa ekki aðeins það
hlutverk að staðfesta það forræði og þau siðferðileg viðmið sem búa í
lagabókastafnum, eins og dómarinn telur sjálfur, heldur grafa þær einnig
undan þessari framsetningu, þvert á áform dómarans. Hann er sannfærður
16 Sama rit, bls. 7.
17 Athugasemd þýðenda: Í 11. þýðingu á Biblíunni á íslensku, frá árinu 2007, hljómar
sama lína svona: „réttur mannsins kemur frá Drottni.“
18 Á 16. og 17. öld var talið að í Gamla testamentinu væri að finna gild viðmið; bæði
fyrir veraldlegt vald og dómskerfið. Augljós sönnun þess er að í dönskum lögum frá
1683, að undanskildum upphafsorðunum um hræðslu við dóma Guðs, eru hegn
ingarlögin byggð á boðorðunum tíu úr 1. Mósebók. Sjá: Kong Christian Den Femtis
danske Lov, 6. bók, „Om Misgjierninger“, Kaupmannahöfn: Joachim Schmedtgen,
1683.
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM