Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 32
33
mönnum virðist til níðs eða háðungar fjórðung vísu eða lengra, þá skal
hinn kveðja þings og kveða á þingi, en hinn færist undan með lýritareiði
[eiði málsaðila og tveggja manna með honum] eða fari útlægur [í útlegð]
og hverr penningur fjár hans nema jarðir.“74 Í Jónsbók, sem var lögtekin
1281 í stað Járnsíðu og gilti síðan um aldir, er svipað ákvæði:
Ef maður yrkir um mann það sem mönnum virðist til háðung
ar eður níðs fjórðungi lengra, þá skal sakaráberi kveðja þings og
kveði á þingi en hinn færist undan með lýritareiði ef hann er fær
til þess, ella gjaldi konungi fjórar merkur, en hinum rétt sinn eftir
sex manna dómi. Nú kveða fleiri en einn fjórðungi lengra, þá sek
ist hver fyrir sig fullri sekt við konungdóminn og þann sem um var
kveðið. Nú kveður maður skáldskap til háðungar manni þó að um
annan sé ort eður snýr hann á hönd honum nokkuru orði, bæti þeim
eftir sex manna dómi en kóngi tvær merkur. Nú mál hvert er mælir
maður við annan svo að honum horfi til hneyksla eður kennir manni
hvinnsku eður fordæðu, og á hann eigi sjálfur sök á því máli, þá er
hann fjölmælismaður [meiðyrðamaður] nema hann hafi heimilis
kviðarvitni [vitni sem staðfestir orðróm] á hendur hönum, þá skal
hann sverja fyrir lýritareið, en ef hann missir heimiliskviðarvitnisins
á þingi þá er hann sekur fjórum mörkum við konung en bæti hinum
rétti sínum eftir sex manna dómi. […] Engi maður sekist á því orði
sem færa má til góðs og ills. Jafnt sekist maður hvort sem mælt er
við mann áheyranda eður afheyranda ef það er vitnisfast.75
Hér, eins og líklega í fleiri málum, má greina þá stefnu að milda viðurlög.
Samkvæmt Grágás og Járnsíðu var fjórðungur vísu saknæmur; samkvæmt
Jónsbók slapp maður með að yrkja fjórðung en ekki það sem lengra var. Í
eldri bókunum áttu móðgandi ummæli í bundnu máli að leiða til algerrar
útskúfunar, skóggangs og síðar útlegðar, og eignamissis. Í Jónsbók var
útskúfun ekki nefnd og eignasviptingin færð niður í fjórar merkur til kon
ungs (= 192 álnir eða um hálft annað kýrverð) auk fébóta til þess sem hafði
verið særður.
Að sjálfsögðu var saknæmt líka að hæða fólk eða lasta opinberlega í
óbundnu máli. En þegar kemur að því verður strax óljósara hvort sak
arefnið getur talist orðlist. Aðrar ástæður eru líka til að fjalla sérstaklega
74 Járnsíða, bls. 88 (Mannhelgi, 25. kap.).
75 Jónsbók, bls. 118 (Mannhelgi, 27. kap.).
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI