Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 20
21
vinnuveitanda Saxo sjálfs, og hafði erkibiskup hann með sér í ferðum til að
skemmta með sögum.35
Um þetta leyti voru Íslendingar þegar farnir að færa þessa sérgrein
sína yfir á ritlistarsviðið. Eitthvert fyrsta sagnarit okkar, Íslendingabók,
skrifuð á milli 1122 og 1133, var pantað: „Íslendingabók gørða ek fyrst
byskupum órum, Þorláki ok Katli […]“ segir í inngangi hennar en loka
orðin votta hver þessi „ek“ sé: „en ek heitik Ari“.36 Síðan lagðist sá siður
mjög af að höfundar merktu sér rit í óbundnu máli. Leif er af því í handrit
um Landnámabókar þar sem segir, áður en kemur að landnámi í Húsavík
eystra: „Nú hefir Kolskeggr fyrir sagt heðan frá um landnám.“37 En ekki
er sagt hver hafði sagt fyrir þangað til.
Ekki síðar en á konungsárum Sverris Sigurðssonar í Noregi (1184–
1202) tóku Noregskonungar upp þann sið að panta skráðar sögur um sig
og forvera sína. Í formála Sverris sögu segir: „er þat upphaf bókarinnar er
ritat er eftir þeiri bók er fyrst ritaði Karl ábóti Jónsson, en yfir sat sjálfr
Sverrir konungr ok réð fyrir hvat rita skyldi; er sú frásǫgn eigi langt fram
komin.“38 Jafnan hefur verið haft fyrir satt að þessi Karl sé Karl Jónsson
sem var kjörinn ábóti á Þingeyrum árið 1169 en fór utan 1185, kom heim
1188 og lést 1213.39 Síðan fer litlum sögum af því að Noregskonungar
kaupi menn til ritstarfa þangað til Magnús Hákonarson lagabætir (1263–
1280) ræður Sturlu Þórðarson til ritstarfa. Í Sturlu þætti Sturlungu segir
að meðan Sturla var í Noregi og eftir að Magnús hafði tekið hann í sátt
„hafði konungr hann mjök við ráðagerðir sínar ok skipaði honum þann
vanda at setja saman sögu Hákonar konungs, föður síns, eftir sjálfs hans
ráði ok inna vitrustu manna forsögn.“ Og litlu síðar: „Þá setti hann saman
sögu Magnúss konungs eftir bréfum ok sjálfs hans ráði.“40 Vafalaust hefur
Sturla verið á launum, að minnsta kosti á ríflegu framfæri í konungsgarði,
við þessi verk. En hvergi mun koma fram að hann hafi talist hafa eignarrétt
á sögunum eða nokkurs annars manns á pöntuðum sögum.
35 Gunnar Karlsson, Goðamenning: Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga,
Reykjavík: Heimskringla, 2004, bls. 441–442. Tilvitnun þýdd þar.
36 Íslendingabók. Landnámabók, bls. 3 (Prologus), 28 (Ættartala).
37 Sama rit, bls. 302 (Sturlubók, 287. kap.; Hauksbók, 248. kap.).
38 Sverris saga, Íslenzk fornrit XXX, Þorleifur Hauksson gaf út, Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 2007, bls. 3 (Prologus).
39 Sverrir Tómasson, „Veraldleg sagnaritun 11201400, Konungasögur“, Íslensk bók-
menntasaga I, bls. 392.
40 Sturlunga saga II, bls. 234–235 (Sturlu þáttr, 2. kap.).
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI