Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 164
169
iii og með fulltingi helstu trúnaðarmanna hans innan kirkju og utan.10 Í
þessu efni er ekki mögulegt að miða við einstök ártöl eins og löngum hefur
verið gert.11 Siðaskiptum var t.d. ekki lokið hér 1551 með lögfestingu
kirkjuskipanar Kristjáns iii í Hólabiskupsdæmi að Jóni Arasyni föllnum.12
Þvert á móti verður að miða við að breytingin hafi staðið yfir í áratugi. Í
Kristni á Íslandi leit Loftur Guttormsson t.d. svo á raunhæft væri að miða
við aldamótin 1600 í því sambandi.13 Vel má fallast á það. Hér verða því
áratugirnir 1540–1600 nefndir siðaskiptaáratugirnir. Er þá aðeins miðað
við þróun hinnar lúthersku kirkju. Þróun lúthersks ríkisvalds er fyrst og
fremst hluti danskrar sögu en fékk að sönnu beinar afleiðingar hér þar sem
landið var hluti af ríki Danakonungs.14 Örðugra er á hinn bóginn að segja
til um hvenær lúthersk siðbreyting hafi í raun verið gengin yfir hér enda
mögulegt að miða við mörg og óskyld atriði í því efni. Líta verður svo á að
breytingin hafi tekið aldir. Loftur Guttormsson leit þó svo á að hér skipti
tímabilið frá miðri 16. öld til miðrar 19. aldar sköpum og má vel fallast á
það.15 Allt eins má þó líta svo á að siðbreyting í þeirri merkingu sem orðið
hefur hér felist í sístæðri þróun og henni ljúki ekki fyrr en tekið verður að
líta svo á að einkennisorðið lúthersk hafi misst merkingu sína hvað varðar
bæði kirkjuna og þjóðina.
Viðhorf og staðalmyndir
Ýmsir hafa rakið upphafið að siðbótarstarfi Marteins Lúthers til áfalla-
reynslu og sálarflækja hans á fyrstu klausturárum hans (um 1505–1515).16
Standist sú túlkun átti siðbótin sér rætur djúpt í hugarfylgsnum hans sjálfs
enda var einstaklingsvitund og sjálfsmynd fólks mjög í deiglu á árnýöld.
Öðrum þræði má þó líka skoða siðbótina sem þröngt afmarkað fyrirbæri
10 Sjá Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan: Stjórnskipunarsaga 16. aldar, Reykja-
vík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2013, bls. 13–15.
11 Hjalti Hugason, „Hvenær urðum við lúthersk?, bls. 79–86.
12 Kirkjuskipanin hafði verið lögfest í Skálholtsbiskupsdæmi áratug áður.
13 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 110.
14 Á árabilinu 1536–1539 var grunnur lagður að evangelísku ríki í Danmörku en það
var ekki að fullu komið á sem samhæft, miðstýrt konungsríki fyrr en með einveld-
inu 1661.
15 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 9, 360.
16 Klassískt dæmi þessa er að finna í Erik H. Erikson, Young man Luther: A study in
psychoanalysis and history, London: Faber and Faber, 1958. Sjá og Gunnar Krist-
jánsson, Marteinn Lúther, bls. 40–45.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti