Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 214
220
sem henni hentar, hvort sem það er af einhverjum í fjölskyldunni
eða þessari vinkonu eða öðrum vinum, kærir sig ekkert um það. Mér
finnst að ef hún vill ekki hafa myndina á sölu á hverju ætlar hún þá
að lifa. Ég held að hún sé bara geðveik, geðveikur listmálari, hún er
eins og þessir útlensku, þessir algeggjuðustu, alveg út úr kortinu.“
„Er hún að mála mynd af einhverjum í fjölskyldunni sem hefur
dáið og gerir það að einhverju hræðilegu verki sem enginn getur
horft á? Þetta er óhugnanleg mynd af dauðanum, ég veit ekki hvort
þetta er af barni eða manninum hennar en þetta er allavega einhver
nákominn og þess vegna tekur þetta svona á þær, er svona óhugn-
anlegt. Bara hvað hún getur verið klikkuð að hún sé að mála ein-
hverja mynd sem fólki hrýs hugur við að horfa á. Þessi listakona það
er eins og hún sé geðveik, það er ekki hægt að tjónka við hana og
segja henni að gera þetta fallegt, það er alveg hægt að mála fallega
mynd af dauðu fólki. Maður sér alveg fyrir sér hryllinginn.“
Þessi miklu viðbrögð eru skýrt dæmi um hvernig fólk býr sér til bak-
grunnsupplýsingar um persónur þegar það les bókmenntatexta; samanber
að þátttakandinn veltir fyrir sér hvort Lúna sé að mála mynd af einhverjum
nákomnum; maka eða barni. Viðbrögðin sýna jafnframt vel hversu mikil
áhrif bókmenntatexti getur haft, hann áreitir og lesandinn kemst í geðs-
hræringu vegna hans.39
39 Þess má geta að menn búa sér ekki einvörðungu til bakgrunns- og/eða framhalds-
sögu við lestur skáldskapar heldur einnig þegar þeir horfa á kvikmyndir og/eða
leiksýningar en stundum hafa þær bókstaflega áhrif á gjörðir manna. Í viðtali við
Evu Maríu Jónsdóttur segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri frá því að eftir að
sjónvarpsmyndin „Líf til einhvers“ sem hún leikstýrði var sýnd á nýársdag árið
1987 hafi hún ekki aðeins fengið símtöl frá reiðum áhorfendum heldur hafi maður
ráðist á hana í Bankastrætinu, þegar hún var kasólétt, og lamið hana sundur og
saman. Kristín telur að þessi ofsafengnu viðbrögð hafi orðið vegna atriðis í mynd-
inni sem sýndi „smá kelerí uppá borði“ en áhorfendur hafi „séð eitthvað svakalegt
gerast“. Í viðtalinu segir Kristín: „Þarna kemur til sköpunarmáttur einstaklingsins
og áhorfandans gagnvart listaverkinu, hvort sem það er bíó, leikhús eða bók þá er
áhorfandinn eða lesandinn eða njótandinn alltaf mjög sterkur og mikilvægur þátt-
takandi í sköpuninni. Þarna voru þau [áhorfendur] bara búin að búa til einhverja
aðra mynd en ég hafði gert. En vildu samt lemja mig fyrir að hafa gert þessa mynd
sem þau höfðu búið til. Þannig þetta er svona svolítil langavitleysa. Það er hægt að
brosa að þessu núna en mér var ekki skemmt, sérstaklega varð ég alveg ofboðslega
skelfingu lostin þarna í Bankastrætinu.“ Sjá Eva María Jónsdóttir, Brautryðjendur,
viðmælandi Kristín Jóhannesdóttir, sjónvarpsviðtal sýnt 2. 7. 2017, RÚV.
Guðrún SteinþórSdóttir