Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 154
130
Lesendur fylgja honum síðan þau fjögur ár sem hann er við nám í skól-
anum og þar til hann flytur aftur til Reykjavíkur. Í sögulok er hann orðinn
nítján ára, hann ávarpar sjálfan sig, lýsir því yfir að hann hafi lokið ákveðnu
tímabili í sínu lífi og sé nú reiðubúinn að standa með sjálfum sér: „Ég ætla
að hætta að skammast mín fyrir hver ég er og hvernig ég er. Ég ætla að
verða eitthvað. [...] Ég er frjáls.“31 Þáttaskilin í lífi sögumanns tvinnast hér
saman við endalokin á ferðalagi hans og lesenda með færslu frásagnarinnar
úr þátíð yfir í nútíð: „Ég er frjáls.“
Þessi lokaorð voru jafnframt eins konar leiðarstef í kynningu á bók-
inni. Í viðtölum við fjölmiðla sagði Jón Útlagann vera ákveðna játningu
og afhjúpun á atburðum sem hefðu hvílt í þagnargildi.32 Lýsingar hans
á markmiðinu með bókinni skipa honum í hóp með ýmsum öðrum höf-
undum sjálfsævisagna sem kynna verk sín sem vitnisburð eða afhjúpun sem
eigi erindi við almenning. Slíkar yfirlýsingar urðu einnig kveikjan að hörð-
ustu gagnrýninni sem Jón fékk fyrir verkið. Fljótlega eftir að Útlaginn kom
út birtust greinar í dagblöðum og á vefmiðlum þar sem því var haldið fram
að lýsingar Jóns stæðust ekki og enn fremur að þær fælu í sér meiðandi
ummæli um fyrrum starfsfólk og nemendur á núpi.33 Blaðamenn leituðu í
framhaldi eftir viðbrögðum hjá fólki sem hafði verið samtíða Jóni við skól-
ann. Í einum vefmiðli birtist meðal annars löng úttekt þar sem blaðamað-
ur vann bæði upp úr yfirlýsingum á samfélagsmiðlum og eigin viðtölum.
Þar mótmæltu fyrrverandi nemendur og kennarar á núpi lýsingum Jóns
Gnarr eindregið.34
Í þessari opinberu umræðu um Útlagann má sjá hvernig lýsingar höf-
undar, sögumanns og sögupersónu innan verksins renna saman við full-
yrðingar Jóns Gnarrs í blaðaviðtölum. Samspil bókarinnar og fjölmiðlanna
verður slíkt að erfitt er að skilja frásagnarmiðlana í sundur. Eitt dæmi um
slíkt samspil er viðtal ólafar Skaftadóttur við Jón þar sem hann greinir
frá samskiptum milli vinar síns og ónefnds afleysingakennara við skólann.
31 Jón Gnarr, Útlaginn, bls. 384.
32 Egill Helgason, „Svona missir fólk vitið“, Kiljan, 21. október 2015, sótt 18. febrúar
2018 af http://www.ruv.is/frett/svona-missir-folk-vitid.
33 Gauti Kristmannsson, „Kolbíturinn sem reis úr öskustónni“, Víðsjá, 6. nóvember
2011, sótt 18. febrúar 2018 af http://www.ruv.is/frett/kolbiturinn-sem-reis-ur-osk-
ustonni og Reynir Traustason, „níðingarnir á núpi“, Stundin, 5. nóvember 2015,
sótt 18. febrúar 2018 af https://stundin.is/frett/nidingarnir-nupi/.
34 Hjálmar Friðriksson, „Hvað gerðist raunverulega á Núpi?”, Stundin, 19. október
2015, sótt 2. apríl 2018 af https://stundin.is/frett/hvad-gerdist-raunverlega-nupi-
kennarar-og-skolasy/.
GuðRún BaldvInsdóttIR oG sólveIG ásta sIGuRðaRdóttIR