Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 119
140
brotaþola sem hefnd og því vakna upp spurningar um tengsl hefnda við
takmörk löggjafans og réttarkerfa.
Fyrri skáldsagan er Kata (2014) eftir Steinar Braga. Hún fjallar um
hjúkrunarfræðinginn kötu sem missir fótanna í lífinu eftir að Vala, dóttir
hennar, hverfur sporlaust. illa leikið lík Völu finnst ekki fyrr en ári eftir
hvarf hennar og ber merki um grófar kynferðislegar misþyrmingar. Þrír
menn eru grunaðir um að hafa nauðgað og myrt Völu en lögreglunni
tekst ekki að sanna sekt þeirra. Í kjölfarið fær kata taugaáfall en nær aftur
fótfestu með því að kynna sér umfang kynferðisbrota á Íslandi og að vinna
með brotaþolum nauðgana á neyðarmóttöku. Ein þeirra er Sóley og saman
ákveða þær að hefna sín á gerendum kynferðisofbeldis með því að mæta
ofbeldi með ofbeldi.7
Hin sagan er Gott fólk (2015) eftir Val Grettisson. Hún fjallar um Sölva,
menningarblaðamann úr kreðsum róttækra vinstrimanna í Reykjavík.
Sagan hefst þegar honum er afhent bréf frá Söru, fyrrverandi kærustu hans,
sem ásakar hann um að hafa beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi
meðan á sambandi þeirra stóð. Henni finnst að komið sé að skuldadögum
og í hönd fer svokallað ábyrgðarferli þar sem Sölva er gert að gangast við
gjörðum sínum, viðurkenna ofbeldið og vinna í sínum málum. Í skáld-
sögunni segir Sölvi í fyrstu persónu frá því hvernig tilvera hans hrynur í
kjölfar ábyrgðarferlisins, enda þarf hann ekki aðeins að takast á við sjálfan
sig heldur fylgir málinu einskonar samfélagsleg útskúfun eftir að hann
er ásakaður opinberlega. Á skömmum tíma snúa vinir og kunningjar við
honum baki og ókunnugt fólk sýnir honum óvild. Sölvi fer því að upplifa
sig sem fórnarlamb hefnda en segja má að í báðum sögum sé hlutverkum
snúið við; fórnarlömb verða gerendur og ofbeldismenn verða þolendur.8
Bækurnar vöktu báðar mikla athygli vegna rekjanlegra tengsla við fólk
og atburði úr samtímanum.9 Í þessari grein verður ekki tekin afstaða til
7 Steinar Bragi, Kata, Reykjavík: Mál og menning, 2014.
8 Valur Grettisson, Gott fólk, Reykjavík: Bjartur, 2015.
9 Í Kötu eru fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar nafngreindir, gagnrýndir og jafnvel
gerðir að persónum eða fyrirmyndum þeirra. Það vakti athygli í fjölmiðlum og
Steinar Bragi tjáði sig sjálfur um þetta efni. Sjá: Eiríkur Örn Norðdahl, „Að útdeila
réttlæti: Viðtal við Steinar Braga“, Starafugl, 27. október 2014, sótt 15. febrúar
2018 af https://starafugl.is/-2014/ad-utdeila-rettlaeti-vidtal-vid-steinar-braga/. Þar
sem hér er fjallað um tengingar skáldsagnanna við dómstóla er vert að taka fram að
í Kötu eru hæstaréttardómarar nafngreindir og úrskurðir sumra þeirra gagnrýndir.
Gott fólk vakti mikla athygli fyrir að byggja nokkuð nákvæmlega á raunverulegum
atburðum og umfjöllun um bókina markaðist því af notkun höfundar á lífi raun-
Einar Kári Jóhannsson