Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 39

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 39
41 Kenningasmiðir í leikjafræðum, samningafræðum og hagfræðingarnir sem ég vinn með tala gjarnan um ógnaryfirburði (e. threat advantage).8 Þetta er einföld hugmynd sem skýrir sig að mestu sjálf. Öllum hefur einhvern tím- ann stafað ógn af einhverjum en sömuleiðis nýtt sér eigin yfirburði í öðrum tilvikum. Svartir unglingar, Vítisenglar og íslamskir bókstafstrúarmenn eru vanir því að vestrænt miðstéttarfólk sæmi þá ákveðinni yfirburðastöðu af tómum bleyðuskap, sérstaklega háskólafólk, einkum úr hugvísindum, en það kemur einnig til af líkum sem ónotalega auðvelt er að fá staðfestar. Sá sem er óttalaus stendur betur að vígi en skræfan í allri keppni, þótt þeir yfirburðir skipti litlu nema mótherjinn trúi á þetta hugrekki, en meðvitund um eigin kjark gerir minna gagn. Það er ógnandi þegar hótað er með berum orðum, til dæmis ef ég geri þér ljóst að þú hafir verra af ef þú gerir ekki eins og ég segi. Stundum er hótun óbein; ógnin liggur einfaldlega í loftinu vegna þess að það er ögr- andi þegar lánið hefur leikið við fólk, eða það hefur til að bera hæfileika, ef til vill var eitthvað „gefið í skyn“, eða, eins komið verður að síðar, að einum getur staðið ógn af annmörkum annars. Með framansögðu hef ég sýnt að hótun og hvaðeina sem ögrar fellur innan almennu hugmynd- arinnar um hvað felur í sér ógn.9 8 Í umræðu sinni um siðferðilegt hlutleysi innan leikjafræða sagði Rawls, eins og þekkt er: „sú ógn sem stafar af yfirburðastöðu eins er ekki grundvallarviðmið um réttlæti“, John Rawls, Theory of Justice, Cambridge MA: Harvard University Press, 1971, bls. 134. Þessi setning er breytt en í fyrri útgáfu hljómaði hún svo: „hæpið er að ætla að ógn sem stafar af yfirburðastöðu eins sé uppspretta sanngirnisvið- miða“. John Rawls, „Justice as Fairness“, Philosophical Review 67(12)/1958, bls. 177. Það virðist liggja í augum uppi að hafna eigi viðmiðum um réttlæti sem byggjast á hugmyndum um að styrkur jafngildi rétti, ef það skilgreinir ógnaryfirburði. Vandamálið verður flóknara þegar teknar eru með í reikninginn gáfur og hæfi- leikar, sem almennt eru talin hreinni og dyggðugri, en eru engu að síður ógnandi og gefa mönnum þannig yfirburði: andlegt atgervi, hæfni í íþróttaiðkun, eða hvers konar færni sem menn hafa lagt hart að sér til þess að ná tökum á o.s.frv. Margt í hinu daglega lífi − líkt og hver fær að halda á fjarstýringunni og hver fær sitt fram á deildarfundi − gengur út frá því að ógnaryfirburðir, og þar með samningaviðræður, séu hluti af mannlegum samskiptum og því ekki endilega ósiðlegir, þótt viss beit- ing ógnaryfirburða sé að sjálfsögðu skilgreind sem svo. Líkt og fyrri daginn eru þetta ekki einföld málefni og engin einföld svör til. Í amstri dagsins vonum við, í einfeldni okkar, að þegar upp er staðið komi þetta allt út á eitt. Ég bý yfir færni og hæfileikum sem gera það að verkum að ég stend betur að vígi á sumum sviðum, á öðrum sviðum býrð þú yfir færni og hæfileikum sem taka mínum fram. 9 Athugasemd þýðenda: Þetta orðar Miller svo: „I am thus subsuming the domain of the ‘threatening’ into a broader conception of threat.“ Umræða Millers miðast við enska hugtakið „threat“. Í því felst hvort tveggja merkingin ógn og ógnun, sem HAFT Í HóTUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.