Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 37
39
William Ian Miller
Haft í hótunum
Greinin sem hér birtist er íslensk þýðing á ritgerð eftir William Ian Miller
sem birtist upphaflega árið 2010 undir titlinum „Threat“. Hún hefur verið lít-
illega stytt og endurskoðuð fyrir þessa útgáfu.1 Miller er sá fræðimaður á sviði
Íslendingasagna sem hve þekktastur er á alþjóðavettvangi. Fyrstu bók sína um
íslenskar miðaldabókmenntir gaf hann út með Theodore M. Andersson árið
1989 en í henni voru einnig enskar þýðingar á Valla-Ljóts sögu og Ljósvetninga
sögu.2 Árið 1990 kom út Bloodtaking and Peacemaking: Feud, Law, and Society in
Saga Iceland (Blóðhefnd og sættir: Fæðardeilur, lög og samfélag í Íslendingasögum)
sem varð í senn undirstaða þess skilnings sem Miller leggur í viðfangsefni
Íslendingasagna og tímamótaverk vegna þess að greiningar hans á blóðhefnd,
í samhengi við þjóðfélagsgerðina sem sögurnar og lögin lýsa, ruddu brautina
fyrir nýjar túlkanir sem ná langt út fyrir heim Íslendingasagana.3 Bókin er
enn prentuð hjá útgefanda enda selst hún jafnt og þétt, næstum þrjátíu árum
eftir útgáfu. Hún er notuð í kennslu víða um heim, ekki síst til þess að kynna
nemendum þá aðferðafræði sem Miller lagði þar fram. Sjálfur hefur Miller
kennt tugum nemenda Íslendingasögur á hverju ári, bæði í lagadeild Michigan
háskóla þar sem hann er prófessor og í St. Andrews háskóla þar sem hann
hefur heiðursnafnbót og kennir tímabundið á ári hverju.
Á árunum 1993−2003 komu út bækur eftir Miller um mannlegar kennd-
ir; skömm og niðurlægingu, viðurstyggð, hugrekki og löngunina til að stýra
sýn annarra á mann sjálfan.4 Meðal þessara viðfangsefna þarf einnig að telja
1 William Miller, „Threat“, Feud, Violence and Practice: Essays in Medieval Studies in
Honor of Stephen D. White, ritstj. Belle S. Tuten og Tracey L. Billado, Farnham,
Surrey: Ashgate, 2010, bls. 9−28. Birt með leyfi höfundar.
2 Theodore M. Andersson og William Miller, Law and Literature in Medieval Iceland:
Ljósvetninga saga and Valla-Ljóts saga, Stanford: Stanford University Press, 1989.
3 William Miller, Bloodtaking and Peacemaking: Feud, Law, and Society in Saga Iceland,
Chicago: University of Chicago Press, 1990.
4 William Miller, Humiliation: And Other Essays on Honor, Social Discomfort, and
Violence, Cornell: Cornell University Press, 1993; William Miller, The Anatomy
of Disgust, Cambridge MA: Harvard University Press, 1997; William Miller, The
Ritið 1/2018, bls. 39–63