Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 78
81
skilgreina starf opinbers valds, samskipti manna við ríkið, réttarreglur þar
að lútandi, sem og réttarstöðu almennings gagnvart því. Í þjóð veldinu
hafði ekki verið neitt opinbert vald og Grágásarlögin höfðu því byggst
á réttarreglum sem vörðuðu samskipti landsmanna sín á milli, það sem
heitir einkaréttur á tungumáli lögfræðinnar. Í einkarétti eru réttarreglur
um réttarstöðu manna innbyrðis og samskipti þeirra án þess að hið op-
inbera hafi hagsmuni eða aðkomu að þeim. Samkvæmt Grágás var mark-
mið dóma um ágrein ings mál því að jafnaði ekki að greina afbrot, heldur
að úrskurða um réttar bætur fyrir skaða sem einn olli öðrum. Aðilar þurftu
sjálfir að innheimta bætur sem þeim voru dæmdar, sem leiddi af sér að
hefnd var hluti kerfisins.39 Þrátt fyrir að í Noregi væri konungsvald og kon-
ungur tæki sektir fyrir ýmis brot hafði réttarkerfið þar einnig verið byggt á
einkaréttarlegum lögmálum.
Með samningum við kardínálann sem gerðir voru í Noregi árið 1247
var kirkju hins vegar veittur stofnanalegur réttur til dómsvalds og þá voru
lögð drög að veraldlegum refsirétti ríkisins þegar Hákon Hákonarson kon-
ungur bannaði hefnd árið 1260 með því að leggja útlegð við brotum sem
ekki urðu leyst með bótum (óbótamál), og eignaði sér rétt til þess að veita
útlögum landsvist ef þannig bar undir.40 Þetta hafði konungsvaldið lært af
kirkjunni sem hafði reynt að beita bannfæringu með líkum hætti.41 Eins og
og hvorki var gert ráð fyrir því að stofnanir gætu sótt opinber sakamál né beitt
refsingum. Þetta var ekki alveg einhlítt því við nokkrum brotum lágu refsingar,
fjörbaugsgarður og skóggangur, sem fólu í sér útskúfun úr sam félagi laganna en þar
átti þó einnig við að framkvæmd var á hendi einstaklinga en ekki stofnunar. Undan-
tekning frá þessu hafði einnig verið að biskup mátti sækja menn til saka fyrir brot
á lögum um kristni, svo sem föstu- eða helgidagabrot, en til þess þurfti kerfið að
reiða sig á að kæra bærist frá öðrum einstaklingum. Að þessu leyti var fyrirkomulag,
líkt og í Noregi, Sverre Bagge, „Kirkens jurisdiksjon i kristenrettssaker“, bls.
137–138.
39 William Ian Miller hefur lýst þessu réttarkerfi betur en nokkur annar í fjölmörgum
ritum, svo sem Bloodtaking and Peacemaking. Feud, Law, and Society in Saga Iceland,
Chicago og London: University of Chicago Press, 1990 og Eye for an Eye, Cam-
bridge: Cambridge University Press, 2006.
40 „Eldri Frostraþingslög“, Ngl. 1, bls. 122; Sverre Bagge: „Kirkens jurisdiksjon i
kristenrettssaker“, bls. 152.
41 Um rétt biskups til að reisa mál fyrir lagabreytingarnar á 13. öld, sjá Sverre Bagge,
„Kirkens jurisdiksjon i kristenrettssaker“, bls. 139. Lögin um kristni byggðust á
vilja og tilmælum biskupa og dómsvald þeirra var viðurkennt, en það var samt
ekki sjálfstætt, heldur bundið Alþingi. Framkvæmd bannsdóma, eins og málum
var háttað á 13. öld, hafði samt sem áður ekki átt stoð í lögum og því hafði gengið
misvel að framfylgja þeim, sjá sama rit bls. 137 og 151.
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR