Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 43

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 43
45 Sjálfur hef ég margoft orðið vitni að því hér í Ann Arbor að foreldrar lúti harðstjórn þriggja ára barna sinna, á meðan sömu börn sjá eflaust dauðann holdi klæddan í hrukkóttum öldungi sem klappar þeim á kollinn. Nokkuð áreiðanleg þumalfingursregla er að öllum skepnum þyki augnaráð stærri skepnu óþægilegt. Þessi ótti er djúpstæður. Jafnvel skriðdýr og fuglar finna fyrir honum. Af hverju ættu annars að hafa þróast tákn á vængi sumra fiðr- ilda svo að þau líta út eins og augu einhvers sem er svo stór að beyg setur að fuglinum sem sér þau; honum þykir jafnlíklegt að hann verði krás til átu og fiðrildið sem hann ætlaði að gleypa. ófáar tegundir veiðidýra virðast öðlast eitthvað sem líkist því helst að vera kenning um hugarástand og samkvæmt henni er ætlun rándýranna fjandsamleg. Fugl og mús, frá þessu sjónarhorni vita þau hvað starandi kötturinn hugsar. Hugarangrið sem flokkur ríðandi aðkomumanna vekur virðist vera grunnurinn að því að í indóevrópskum tungumálum hafi skyld orð gagn- stæða merkingu, eins og á ensku host/guest (gestgjafi/gestur) og hostile/ hospitable (fjandsamlegur/gestrisinn); hér hafa andstæðupör vaxið af rót sama orðs. Kjarni upphaflegrar merkingar hlýtur að hafa verið „ókunnur“, staða manna verður varla metin óræðari eða ógnvænlegri. Hvort sem þeim er boðið inn sem gestum, eða þeir gera sig heimakomna sem innrásarlið (eða innflytjendur, eins og margir álitu, munurinn er mörgum óljós), er hættan sú að heimamenn verði étnir út á gaddinn. Því er hér nefnd hend- ing úr engilsaxneska ljóðinu Wulf and Eadwacer, sem nánast ógjörningur er að ráða, en geymir harmakvein konu sem saknar elskhugans (kannski var hún búin að selja honum sál sína): willað hý hine áþecgan14 gif hé on þreát cymeð. Unnt er að útleggja ljóðlínuna á ýmsa vegu: þau gefa honum mat, þau bjóða hann velkominn, þau „éta“, þ.e. drepa, hann ef hann „kemur ógnandi“ (e. þreát cymeð) með lið. Á hinn bóginn getur verið að ógnin stafi hreint ekki af liði hans, heldur af hópnum sem mætir honum ef hann skyldi láta sjá sig. óvinir hans gætu hafa bundist samtökum um að taka „vel“ á móti honum.15 Tilgangur ógnunar er ótti og sifjabönd óttans má rekja til hins óvænta, þegar illir hlutir koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, svo sem flokkur óvinveittra manna eða fyrirsát. (Athyglisvert er að enska orðið surprise vís- 14 Þetta orð (og orðið sem er stofn þess, þecgan) hefur skírskotun til ólíkra merkinga: þiggja, neyta, eyðileggja, vera aðframkominn af (t.d. þorsta eða hungri). 15 Hugmyndin um að threat sé hluti af ljóðlínunni gæti nú þegar haft áhrif á hvernig við túlkum hana: fornenska sýnir þessa þróun. Sbr. „þreátian“ (skýring III), Bos- worth-Toller-Anglo-Saxon Dictionary, sótt af http://bosworthtoller.com/032016. HAFT Í HóTUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.