Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 7
8
skáldið Steen Steensen Blicher en hún byggði á þekktu sakamáli frá fyrri
hluta sautjándu aldar þar sem danskur prestur var ákærður og dæmd-
ur fyrir að hafa myrt vinnumann sinn. Loks eru hér birtar tvær greinar
eftir þrjá unga bókmenntafræðinga sem sóttu áðurnefnt námskeið. Einar
Kári Jóhannsson greinir áðurnefndar skáldsögur Steinars Braga og Vals
Grettissonar í ljósi hugmynda Williams Ian Miller og fleiri fræðimanna
um söguleg tengsl hefnda og réttarfars. Guðrún Baldvinsdóttir og Sólveig
Ásta Sigurðardóttir skrifa aftur á móti um það hvernig deilurnar um áður-
nefndar bækur Hallgríms Helgasonar og Jóns Gnarrs tengjast lögum um
tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs, sem og almennari viðhorfum fólks til
þessara efna. Þau Einar Kári, Guðrún og Sólveig hafa einnig þýtt erlendu
greinarnar í samvinnu við Láru Magnúsardóttur og Jón Karl Helgason.
Þessar sex greinar stækka vonandi umdæmi fræðilegrar umræðu á
íslensku á sviði laga og bókmennta en þess má geta að á seinni árum hefur
umtalsverð fræðileg umræða um höfundaréttarmál meðal annars tengst ævi
og ferli Halldórs Laxness.10 Á allra síðustu árum hafa svonefnd natansmál
notið töluverðrar athygli fræðimanna á sviði sagnfræði og bókmennta-
fræði og er grein Helgu Kress um efnið, „Eftir hans skipun: natansmál í
ljósi sagnadansa og eftirmæla“ frá árinu 2014, skýrt dæmi um rannsóknir
sem hægt er að fella undir rannsóknarsvið laga og bókmennta.11 Skáldsagan
10 Hér má nefna rannsóknir á tilraunum Alþingis til að koma í veg fyrir útgáfur
á íslenskum fornsögum með nútímastafsetningu sem Halldór Laxness, Ragnar
Jónsson og Stefán ögmundsson stóðu að á fimmta áratug liðinnar aldar. Sjá meðal
annars Einar Arnórsson, „Stjórnarskráin og Hrafnkötlumálið“, Tímarit lögfræðinga
3(1)/1953, bls. 14−26; Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Hrafnkötluútgáfan: Aðdragandi
og eftirmál“, Lesbók Morgunblaðsins 1. júní 1968, bls. 8−9 og 12; Jón Karl Helgason,
„We Who Cherish njáls saga: Alþingi as Literary Patron“, í Northern Antiquity. The
Post-Medieval Reception of Edda and Saga, ritstj. Andrew Wawn, London: Hisarlik
Press, 1994, bls. 143−161. Þá má nefna þá umræðu sem áðurnefnt rit Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness vakti á fyrstu árum þessarar aldar.
Sjá m.a.: Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar: Sjálfsbókmenntir á Íslandi.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls.
237−298; Helga Kress, „Meðal annarra orða: Um aðferðafræði og vinnubrögð við
ritun ævisögu Halldórs Laxness 1“, Saga 42(1)/2004, bls. 187−220; Helga Kress,
„Meðal annarra orða: Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs
Laxness 2“, Saga 42(2)/2004, bls. 187−222; Jón ólafsson, „Fölsuð fræði: Stuldur,
svindl og uppspuni í vísindasamfélaginu“, Ritið 3/2004, bls. 103−121; Jón Karl
Helgason, „Þýðing, endurritun, ritstuldur“, Íslenzk menning II: Til heiðurs Sigurði
Gylfa Magnússyni, ritstj. Magnús Þór Snæbjörnsson, Reykjavík: Einsögustofnun,
2007, bls. 97−113.
11 Sbr. Helga Kress, „Eftir hans skipun: natansmál í ljósi sagnadansa og eftirmæla
Agnesar“, Saga 52(1)/2014, bls. 99−118. Sjá einnig Eggert Þór Bernharðsson,
Jón KARL HELGASon, LÁRA MAGnúSARDóTTIR, RAnnVEIG SVERRISDóTTIR