Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 155
131
Í Útlaganum má finna frásögn af afleysingakennara sem bauð vini Jóns,
Sprella, í heimsókn til sín á kvöldin.35 Á meðan frásögn Útlagans afmarkast
við sjónarhorn unglings sem ályktar að það sé eitthvað skrýtið við þessar
heimsóknir (en þykir þó helst einkennilegt að vera ekki boðið sjálfum) þá
grunar hinn fullorðna Jón, sem talar í blaðaviðtalinu, „sterklega að [þarna]
hafi verið kynferðisleg misnotkun“.36 Í viðtali ólafar við höfundinn er í raun
að finna afdráttarlausari svör við þeim spurningum sem bókin vekur upp.
Í viðbrögðum ósáttra lesenda við bókinni má sjá hvernig hliðartextar
Útlagans verða hluti af verkinu sjálfu. Meðal þeirra sem tjáðu sig um þetta
atvik voru fyrrverandi starfsmenn við héraðsskólann. Einn þeirra sagði í
athugasemd á vefmiðli að Jón hefði „farið langt út fyrir leyfileg mörk í
umtali sínu um nafngreint fólk í skjóli þess sem hann kallar skáldævisögu“.37
Viðkomandi var ósáttur við að ásökun um kynferðisafbrot, sem fæli í sér
atlögu að æru manna, skyldi vera sett fram undir formerkjum skáldskap-
ar en fyrst það hefði verið gert væri nærri ómögulegt að gera nokkuð
annað en dæma ásökunina sem „hugaróra“ Jóns.38 Þá var kallað eftir því
að Barnaverndarnefnd tæki lýsingar Jóns til skoðunar og rannsakaði hvort
afbrot hefðu verið framin; án slíkrar rannsóknar lægju þeir sem unnu við
skólann undir grun.39 Ummæli Jóns í fjölmiðlum flækja hins vegar málið
því þó þau verði að vissu leyti hluti af bókmenntaverkinu voru þau ekki
sett fram undir formerkjum skáldævisögunnar. Að endingu fór svo að Jón
Gnarr dró sig út úr almennri umræðu. Í þeim viðtölum sem hann gaf síðar
lagði hann sig eftir því að flækja tvískiptingu milli sanninda og ósanninda
og þannig viðtöku frásagnarinnar á þeim forsendum:
Ég er náttúrlega bara rithöfundur og bókin er gefin út með þeim
formerkjum þannig að það þarf ekki stjörnuvísindamann til þess að
35 Jón Gnarr, Útlaginn, bls. 107–108.
36 ólöf Skaftadóttir, „ofbeldi viðgekkst á núpi: „Þessir krakkar áttu ekki séns.““,
Fréttablaðið, 17. október 2015, sótt 18. febrúar 2018 af http://www.visir.
is/g/2015151019090.
37 Athugasemd við grein Reynis Traustasonar, „níðingarnir á núpi“, Stundin, 5.
nóvember 2015, sótt 18. febrúar 2018 af https://stundin.is/frett/nidingarnir-
nupi/.
38 Viðkomandi kennari sagði einnig: „Ég er sammála Reyni, skilin á milli sannleika
og skáldskapar eru ekki nein, almenningur veit ekki hvað er satt. Þeir sem vita það
eru samnemendur hans og svo starfsmenn. Við sem þekkjum Jón vel nennum oft
ekki að elta ólar við hugaróra hans. En í þetta skiptið erum við neydd til að leiðrétta
hann.“ Sama heimild.
39 Sama heimild.
SAnnAR ÍSLEnSKAR SöGUR?