Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 81
84
Var þá gjör að bæn biskups miðlan á milli biskups og kóngs um sak-
eyrir á þeim málum sem heyrði til heiðni eður villu, svo og ef menn
tapaði sér sjálfum að minna félli undan erfingjum en bók segir. (84)
Málið hlýtur að hafa snúist um bannsetningu og tillaga Árna um miðlun
verið til þess fallin að leysa þann hnút sem var milli konungs- og kirkju-
valds.
Þegar kirkjulög voru brotin með svo alvarlegum hætti að brotamað-
urinn taldist hafa afneitað kirkju taldist hann sekur um villu og var bann-
settur.45 Villusakir heyrðu ekki aðeins undir kirkju því að bæði í Járnsíðu
og Jónsbók var heiðni talin til níðingsverka sem varðaði útlegð úr löndum
konungs, eins og sést til dæmis í Mannhelgisbálki: „Menn þeir er láta líf
sitt fyrir þýfsku eða útilegu, hvort er heldur ræna á skipum eða landi, og
svo fyrir morð, fordæðuskap og spáfarar allar og útisetur að vekja tröll upp
og fremja heiðni“.46 Útlegðardómur var afleiðing bannsetningar eins og
Sverre Bagge hefur bent á og hagur kirkjuvalds var því ekki að konungur
héldi sig að öllu leyti frá kristinréttarbrotum, heldur lá styrkur kirkjunnar
þvert á móti í stuðningi konungsvalds við dómsvald hennar.47 Í tillögu
Árna biskups um samkomulag hlýtur því að hafa verið gert ráð fyrir hags-
munum beggja stofnana og að jafnframt yrði fylgt bæði lögum og fyr-
irkomulaginu sem sættargerðin sagði til um.
Um sum mál sem biskup sótti samdist ekki á Eyrasandi, en nægilega
margar málamiðlanir voru gerðar til þess að allir fóru fegnir af fundi og
biskup og Loðinn voru „kallaðir sáttir“ (85). Þegar Loðinn fór aftur á fund
konungs var verkefni hans að leggja fram gögn um þau atriði lögbókarinn-
ar sem höfðu verið tekin fyrir á fundinum, þar á meðal samningstillögur
Árna um sakeyri á málum villu og heiðni, sem biskup hefur að sjálfsögðu
gert sér vonir um að gengið yrði að.
Veturinn 1281–1282 kom æ betur í ljós að „forráðsmenn ríkisins, þeir
sem ráð kóngsins voru kallaðir, vildu að litlu hafa þær skipanir, sem […]
Magnús kóngur, og Jón erkibiskup höfðu skipað með sönnum röksemd-
45 Það gat einnig átt við um leikmenn sem neituðu að skila kirkna eign um, sjá t.d. um
bréf Jörundar erkibiskupsefnis um að þeir megi bannsetjast sem taka kirknaeignir
og vilja ekki skila. En þeir sem geri það ekki séu fallnir í bann af sjálfu verkinu í
bann og eru þeir „villumenn“. Árna saga, bls. 163. Bréf Jörundar erkibiskupsefnis
frá 1288: DI II 267–268.
46 Skáletrun mín. Mannhelgibálkur Járnsíðu, kap. 6, bls. 76. Sjá einnig Mannhelgibálk
Jónsbókar, bls.103.
47 Sverre Bagge, „Kirkens jurisdiksjon i kristenrettssaker“, bls.141, 150 og 143.
Lára Magnúsardóttir