Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 109
112
Vitaskuld eru mennirnir tveir jafn ólíkir og þeir eru líkir.32 Á milli
Marteins og Eiríks má greina spennu sem minnir á Jagó og óþelló en
ólíkt þeim síðarnefnda, sem er holdgervingur sakleysisins, virðist dóm
arinn þjakaður af vitneskju sem hann hefur bælt niður, vitneskjunni um
sína eigin sekt. Með því að stilla Marteini og Eiríki upp hlið við hlið er bæði
vakin athygli á hvað þeir eiga sameiginlegt, að þeir kunna báðir að vera álíka
sekir, en líka hvað greinir þá að. Þeir bera báðir ábyrgð á dauða prestsins
en á meðan Marteinn er fullkomlega meðvitaður um sekt sína býr vitneskja
Eiríks um eigin sekt djúp í vitund hans. Það er stuðandi þegar Blichers
bendir á líkindin milli þorparans og fulltrúa laganna og leiðir í ljós þá ómeð
vituðu sjálfsblekkingu sem einkennir alla frásögn dómarans. Þrátt fyrir að
Eiríkur haldi því stöðugt fram að hann þræði hina beinu braut laganna ber
dagbókin vitni um hve órökvísir lögfræðilegir úrskurðir hans eru.
Sagan markast því af tvenns konar hliðstæðum, annars vegar á milli
áhrifaríkrar og sannfærandi játningar prestsins sem dregur með írónísk
um hætti úr vægi máttlausrar, sjálfsblekkjandi og hikandi játningar dóm
arans og hins vegar á milli meinfýsinna vélabragða Marteins brúsa og ein
feldningslegra viðbragða hins löglærða manns, sem leiða í sameiningu
til aftöku prestsins. Presturinn og Marteinn brúsi reynast vera afdráttar
lausari einstaklingar en dómarinn. Sú fremur staðlaða mynd sem dregin
er upp af þeim fyrrnefndu sem fulltrúum góðs og ills og fyrirsjáanlegum
örlögum hvors um sig gefur til kynna að hér sé um að ræða sígilt bók
menntalegt andstæðupar. Segja má að dómarinn sé nútímalegri persóna
en þeir tveir, ekki vegna skoðana sinna heldur vegna þess að skrif hans eru
í senn ómarkviss og margræð. Í þeim felst áhrifamáttur sögunnar. Stíllinn
á dagbókarfærslunum er nútímalegur í þeim skilningi að hann afhjúpar
hugaróra Eiríks, tilfinningalegt uppnám og mótsagnakenndar athafnir.
Dómarinn er breyskur nútímamaður, og margorð aðalpersóna, eins og
Richard Weisberg hefur skilgreint hana: „Hvað sem örlögum persóna í
slíkum verkum líður þá skilur hin margorða aðalpersóna [...] eftir sig slóð
ruglingslegra og jafnvel falskra frásagnarþráða.“33 Eiríkur leynir upplýs
ingum og jafnvel þó að ekki sé hægt að saka hann um að ljúga vísvitandi þá
koma þversagnirnar í dagbókinni upp um hann og sektarkennd hans. Það
32 Henrik Skov Nielsen telur dómsmorðið á prestinum vera afleiðingu fundarins milli
ákærandans, Marteins brúsa, sem sé klókur en skortir siðferði, og sögumannsins
sem sé fulltrúi siðferðisins en skorti klókindin. Sjá Henrik Skov Nielsen, „Narrativ
Etik?“, K&K. Kultur og Klasse, 36(106)/2008, bls. 65.
33 Richard Weisberg, The Failure of the Word, bls. 3
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM