Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 217
223
í þessu tilviki að skipta máli. Vigdís hefur málað myndir og haldið mynd-
listarsýningar40 en minna hefur farið fyrir henni á tónlistarsviðinu þó hún
greini að vísu frá því í viðtali við Pétur Blöndal að hún hlusti gjarnan á
tónlist þegar hún skrifi og að við skriftir á Þögninni hafi hún lært „nokkrar
nótur og lög“41. Með öðrum orðum getur verið að orðræða í tengslum við
myndlist sé henni tamari en tónlist vegna reynslu hennar sjálfrar og þekk-
ingar.
Að lokum má nefna að það kann líka að hafa áhrif að í myndlistartext-
anum er ekki einvörðungu sagt frá málverki heldur einnig listakonunni
sem það skapar og líðan hennar. Vegna þess að myndlistarmennirnir fengu
tækifæri til að lesa um persónu sem þeir áttu auðvelt með að samsama
sig við vegna líkinda, upplifðu þeir kannski frekar sterkari tilfinningar og
brugðust sterkar við textanum en tónlistarmennirnir sem aðeins fengu
færi á að lesa lýsingar á tónverkum en ekki á persónum sem miðluðu slík-
um verkum og líðan þeirra við þá iðju. Tónlistarmennirnir kynnu því að
bregðast öðruvísi við texta þar sem tónlistarmenn, sköpun þeirra og líðan
væri í brennidepli.
Að lokum
Niðurstöður rannsóknanna tveggja, og samanburður á þeim, sýna ekki
aðeins hvernig mismunandi bakgrunnur markar upplifun þátttakenda
og tjáningu heldur einnig hvernig þeir beita ímyndunaraflinu og eigin
tungutaki til að fylla inn í eyður verksins og skapa þannig sína útgáfu af
sögunni sem þeir lesa. Hver lesandi er nefnilega listamaður að því leyti
að hugarlíkönin sem skapast við lestur eru ólík milli manna vegna mis-
munandi þekkingar þeirra og reynslu. Þess vegna kunna lesendur líka að
bregðast misjafnlega við bókmenntatexta og finna fyrir ólíkum tilfinn-
ingum og kenndum við lestur þeirra. Kosturinn við að gera eigindlegar
rannsóknir, eins og þær sem hér hefur verið fjallað um, er ekki síst sá að
þær veita upplýsingar um hvernig lesendur kunna að bregðast við skáld-
skap og hvernig þeir orða upplifun sína. Þessar upplýsingar geta rann-
40 Samhliða skrifum á skáldsögunni Trúir þú á töfra (2011) málaði Vigdís reiðinnar
býsn af málverkum til að ná betri tengslum við aðalpersónu sögunnar. Myndirnar
sýndi hún síðan bæði á Borgarbókasafninu í Grófinni og í Gerðubergi. Sjá t.d.
Gunnþóra Gunnarsdóttir, „Skáldskapurinn er mikill leikur“, Fréttablaðið, 17.
september 2011, bls. 22, hér, bls. 22.
41 Pétur Blöndal, „Vigdís Grímsdóttir. Og ég varð ein af skrítna fólkinu“, Sköpunarsög
ur, Reykjavík: Mál og menning, 2007, bls. 92–115, hér bls. 113.
SAMLÍðAN OG SÉRFRæðINGAR