Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 121
142
hengi er bandaríski fræðimaðurinn William ian Miller.11 Í greininni „in
Defense of Revenge“ fjallar Miller ítarlega um hefndir á miðöldum, eins
og þær birtast í Íslendingasögunum, og skoðar þær sem skilvirkt rétt-
arkerfi sem byggir á heiðri. Hann er sammála Posner um að upphaf rétt-
arkerfa megi rekja til hefnda, en samkvæmt Miller eru hefndir í fornsög-
unum þó ekki endilega dæmi um það sem oft er kallað „villt réttlæti“;
en það er stjórnleysi þar sem hvert víg leiðir til frekari víga. Hugmyndir
manna um heiður og skömm voru meðal þess sem hélt hefndum í skefjum
og settu vígamönnum ákveðin takmörk. Sá sem brotið var á varð jafnan
fyrir álitshnekki og hafði þá tvo möguleika til að endurheimta heiður sinn:
annars vegar að leggja málið í dóm til að reyna að fá brotamenn dæmda
útlæga, og þar með réttdræpa, og hins vegar að leita hefnda sjálfur með
mannvígum – en seinni kosturinn jók meira heiður viðkomandi. Í flestum
Íslendingasögum er hefnd bæði hluti af samfélagsmynstrinu og persónu-
legu lífi einstaklinga en sá sem ætlaði að rækja hefndarskyldu þurfti fyrst
að fá fyrir henni samfélagslegt samþykki og að hafa fyrir henni lagastoð.
Miller lítur á hefndina sem undirstöðuatriði í réttarvitund manna fyrr á
tíð en bendir á að hún hafi í raun verið gerð brottræk úr nútímalögum.
Í réttar kerfum samtímans sjá yfirvöld um að refsa þeim sem brjóta gegn
samborgurum sínum og almennt er litið svo á að slík kerfi megi ekki
stjórnast af hefnd. En Miller telur hefndarþörf mannsins þó ekki hafa
horfið með tímanum heldur hafi henni einfaldlega verið fundinn annar og
ósýnilegri farvegur. Hefndin er því oftast ógreinileg í daglegu lífi fólks en
hún lifir ennþá í menningarlegum fantasíum, sérstaklega í kvikmyndum.12
Í seinni hluta greinarinnar ber Miller hefndarkerfi miðalda saman við
hefndir í kvikmyndum og bendir á að samfélagsleg viðurkenning sé undir-
staða hefnda í báðum tilvikum. Samkvæmt fornsögunum var hefnd tiltæk
11 Þekktasta verk Millers um hefnd er bókin Bloodtaking and Peacemaking en í henni
fjallar hann ítarlega um réttarkerfi, hefndir og erjur eins og þær birtast í Íslend-
ingasögunum. Sjá: William ian Miller, Bloodtaking and Peacemaking: Feud, Law, and
Society in Saga Iceland, Chicago: University of Chicago Press, 1990.
12 William ian Miller, „in Defence of Revenge“, Medieval Crime and Social Control,
ritstj. Barbara A. Hanawalt og David Wallace, Minneapolis: University of Minne-
sota Press, 1999, bls. 70–89, hér bls. 70–79. Hafa ber í huga að í hinu engilsaxneska
réttarkerfi, sem er bæði við lýði í Bretlandi og Bandaríkjunum, snýst réttlætið að
nokkru leyti um að mæta þörfum brotaþola. Því er svo öfugt farið í germönskum
réttarkerfum, eins og því íslenska, þar sem ríkisvald fer alfarið með dómsvaldið og
úrskurðum er ekki endilega ætlað að samræmast hugmyndum sækjanda um rétt-
læti.
Einar Kári Jóhannsson