Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 14
15
Nú er yfir farit um landnám þau, er verit hafa á Íslandi, eptir því sem
fróðir menn hafa skrifat, fyrst Ari prestr hinn fróði Þorgilsson ok
Kolskeggr hinn vitri. En þessa bók ritaða <ek>, Haukr Erlendsson,
eptir þeiri bók, sem ritat hafði herra Sturla lǫgmaðr, hinn fróðasti
maðr, ok eptir þeiri bók annarri, er ritat hafði Styrmir hinn fróði, ok
hafða ek þat ór hvárri, sem framar greindi, en mikill þorri var þat,
er þær sǫgðu eins báðar, ok því er þat ekki at undra, þó <at> þessi
Landnámabók sé lengri en nǫkkur ǫnnur.15
Hér er enginn efi um að Haukur telji sér heimilt að búa til bók úr bókum
annarra. Spyrja má hvort það eigi við hvort sem bækurnar sem tekið er
úr eru eftir lifandi menn eða dauða. Báðir Landnámuhöfundarnir sem
Haukur nefnir voru allir þegar hann skrifaði bók sína og eftirmála hennar.
Sá yngri þeirra, Sturla Þórðarson sagnaritari, lést árið 1284, og talið er
einna líklegast að Hauksbók hafi verið lokið um tveimur áratugum síðar.16
Sturlubókartextinn var samkvæmt þessu langt innan við mörk höfund
arréttar miðað við evrópskar reglur okkar tíma sem almennt setja hann við
50–70 ár frá dauða höfundar.17 Að sjálfsögðu er engin ástæða til að vænta
þess að sömu reglur hafi gilt þá og nú um smávægileg ákvörðunarefni eins
og tímalengd höfundarréttar; aðalatriðið er að hvergi í íslenskum mið
aldatextum verður vart við hugmyndina um að frumleiki sé kostur á texta
í óbundnu máli, hvað þá skylda. Með því má segja að hugmyndin um höf
undarrétt sé útilokuð.
Kveðið til braglauna
Hugmyndir manna um eignarrétt á bundnu máli voru að einhverju leyti
aðrar. Alkunnugt er að skáld ortu kvæði um konunga og þáðu laun fyrir,
jafnvel langvarandi vist við hirð konunganna. Eftir því sem best er vitað
var slíkur lofkveðskapur farinn að tíðkast á norrænu málsvæði strax á
15 Íslendingabók. Landnámabók, Íslenzk fornrit I, Jakob Benediktsson gaf út, Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag, 1968, bls. 395, 397 (Hauksbók, 354. kap.).
16 Stefán Karlsson, Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson, gefnar út í tilefni af sjötugs-
afmæli hans, 2. desember 1998, ritstjóri Guðvarður Már Gunnlaugsson, Reykjavík:
Stofnun Árna Magnússonar, 2000, bls. 303–308 („Aldur Hauksbókar“), hér bls.
308.
17 Henry Olsson, Upphovsrättslagstiftningen, bls. 20; Vef. Lagasafn. Íslensk lög 20. janúar
2017, útgáfa 146a, 43. grein.
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI