Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 14

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 14
15 Nú er yfir farit um landnám þau, er verit hafa á Íslandi, eptir því sem fróðir menn hafa skrifat, fyrst Ari prestr hinn fróði Þorgilsson ok Kolskeggr hinn vitri. En þessa bók ritaða <ek>, Haukr Erlendsson, eptir þeiri bók, sem ritat hafði herra Sturla lǫgmaðr, hinn fróðasti maðr, ok eptir þeiri bók annarri, er ritat hafði Styrmir hinn fróði, ok hafða ek þat ór hvárri, sem framar greindi, en mikill þorri var þat, er þær sǫgðu eins báðar, ok því er þat ekki at undra, þó <at> þessi Landnámabók sé lengri en nǫkkur ǫnnur.15 Hér er enginn efi um að Haukur telji sér heimilt að búa til bók úr bókum annarra. Spyrja má hvort það eigi við hvort sem bækurnar sem tekið er úr eru eftir lifandi menn eða dauða. Báðir Landnámuhöfundarnir sem Haukur nefnir voru allir þegar hann skrifaði bók sína og eftirmála hennar. Sá yngri þeirra, Sturla Þórðarson sagnaritari, lést árið 1284, og talið er einna líklegast að Hauksbók hafi verið lokið um tveimur áratugum síðar.16 Sturlubókartextinn var samkvæmt þessu langt innan við mörk höfund­ arréttar miðað við evrópskar reglur okkar tíma sem almennt setja hann við 50–70 ár frá dauða höfundar.17 Að sjálfsögðu er engin ástæða til að vænta þess að sömu reglur hafi gilt þá og nú um smávægileg ákvörðunarefni eins og tímalengd höfundarréttar; aðalatriðið er að hvergi í íslenskum mið­ aldatextum verður vart við hugmyndina um að frumleiki sé kostur á texta í óbundnu máli, hvað þá skylda. Með því má segja að hugmyndin um höf­ undarrétt sé útilokuð. Kveðið til braglauna Hugmyndir manna um eignarrétt á bundnu máli voru að einhverju leyti aðrar. Alkunnugt er að skáld ortu kvæði um konunga og þáðu laun fyrir, jafnvel langvarandi vist við hirð konunganna. Eftir því sem best er vitað var slíkur lofkveðskapur farinn að tíðkast á norrænu málsvæði strax á 15 Íslendingabók. Landnámabók, Íslenzk fornrit I, Jakob Benediktsson gaf út, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1968, bls. 395, 397 (Hauksbók, 354. kap.). 16 Stefán Karlsson, Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson, gefnar út í tilefni af sjötugs- afmæli hans, 2. desember 1998, ritstjóri Guðvarður Már Gunnlaugsson, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2000, bls. 303–308 („Aldur Hauksbókar“), hér bls. 308. 17 Henry Olsson, Upphovsrättslagstiftningen, bls. 20; Vef. Lagasafn. Íslensk lög 20. janúar 2017, útgáfa 146a, 43. grein. DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.