Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 153
129
Minningar og skáldskapur
Franski bókmenntafræðingurinn Philippe Lejeune setti fram skilgrein-
ingu á hugtakinu sjálfsævisögu árið 1975 en hann heldur því fram að á
milli lesanda og höfundar slíkra verka sé í gildi ákveðinn samningur um að
höfundur, sögumaður og aðalpersóna séu eina og sama persónan.27 Síðan
Lejeune setti fram kenningar sínar hafa miklar breytingar orðið á sjálfs-
ævisagnaforminu, sérstaklega samfara þeim róttæku efasemdum um tilvist
sannleikans sem fylgdu póstmódernismanum.28 Áhugi á fortíðinni er eitt
einkenni póstmódernískra bókmennta, hvort sem verið er að endurnýta
gamalt efni og afbyggja það, eða líta aftur og efast um það sem hefur nú
þegar verið skrifað um fyrri tíð. Í bók sinni Borderlines: Autobiography and
Fiction in Postmodern Life-Writing (Landamæri: Sjálfsævisaga og skáldskapur í
póstmódernískum æviskrifum) fjallar bókmenntafræðingurinn Gunnþórunn
Guðmundsdóttir um hvernig höfundar sjálfsævisagna, undir áhrifum póst-
módernisma, efist gjarnan um sannleiksgildi minninga og aðgengi sitt að
eigin fortíð. Af þessum ástæðum hafa höfundar gripið til nýrra hugtaka
eins og skáldævisögur og sjálfssögur (e. auto-fiction) til þess að skilgreina
sjálfsævisögulegar frásagnir og geta þannig losað sig undan fjötrum sem
sannleikshugtakið hefur í för með sér. 29
Þessi sjónarmið koma öll við sögu í opinberri umræðu um Útlagann
eftir Jón Gnarr sem kom út í lok árs 2015.30 Bókin er skrifuð í samvinnu
við Hrefnu Lind Heimisdóttur og fjallar einkum um dvöl Jóns við hér-
aðsskólann að núpi í Dýrafirði. Sögunni er miðlað í gegnum sögumann,
unglinginn Jón, sem talar í fyrstu persónu og leiðir lesendur um eigin
minningarheim. Sagan hefst á flugtaki þegar Jón, fjórtán ára gamall, er á
leið frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar og þaðan áfram akandi að núpi.
Brynhildar Georgíu. Fjölskyldan veitti aðgang að persónulegum bréfum, gögnum
og myndum og kann höfundur þeim og öðrum sem aðstoðuðu við tilurð þessarar
bókar bestu þakkir.“ Sama heimild, bls. 183.
27 Philippe Lejeune, On Autobiography, Minneapolis: University of Minnesota, 1989,
bls. 4.
28 Sjá m.a. Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, Cambridge: Routledge, 1988,
bls. 110−113 og Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Borderlines: Autobiography and
Fiction in Postmodern Life-Writing, London: University of London, 2000.
29 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Borderlines, bls. 266.
30 Fyrri tvö verk þríleiksins, Indjáninn (2006) og Sjóræninginn (2012), báru undirtit-
ilinn „skálduð ævisaga“ en í tilviki Útlagans er slíkan titil ekki að finna á titilsíðu.
Hins vegar kemur hugtakið skáldævisaga fyrir í baksíðutexta. Jón Gnarr, Útlaginn,
Reykjavík: Mál og menning, 2015.
SAnnAR ÍSLEnSKAR SöGUR?