Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 22
23
Vísurnar eftir ónefnt skáld Gunnhildar eru líka birtar í Fagurskinnu. Það
sem þar var talið sameiginlegt með kveðskap Eyvindar mun vera lýsing á
viðbúnaði Óðins við komu Eiríks konungs blóðaxar til Valhallar:
„Hvat es þat drauma,“ kvað Óðinn,
„es ek hugðumk fyr dag lítlu
Valhǫll ryðja
fyr vegnu folki,
[…]“44
Ludvig HolmOlsen staðhæfði að það væri þetta svipmót vísnanna í
Fagurskinnu, og athugasemd sögunnar um það, sem hefði leitt til túlk
unarinnar á viðurnefni Eyvindar. Sú afstaða hans stafaði þó ekki af því
að hann hefði haft neitt á móti Eyvindi: hann lýkur máli sínu á að skrifa:
„Samtíð hans gaf honum viðurnefnið skáldaspillir, viðurnefni sem síðari
tíma fólk mun aldrei geta sætt sig við.“45
Það eina sem er sameiginlegt kvæðunum er að Óðinn býr sig undir að
taka við konungunum dauðum. En síðan hafa fræðimenn eðlilega fundið
ýmislegt svipað með kvæðum Eyvindar og annarra skálda, og er of langt
að rekja það hér. Þótt vant sé um að dæma finnst mér ekki nógu sann
færandi að þetta hafi nægt til að gefa því skáldinu sem síðar orti niðrandi
viðurnefni. Ummæli Fagurskinnu kunna að vera tilraun til að skýra við
urnefni Eyvindar, og síðan sér tilviljunin um að fleira í kveðskap Eyvindar
megi eigna fyrirmynd annarra skálda.
Ekki hafa heldur allir verið sammála um þessa skýringu á viðurnefninu
skáldaspillir. Stungið hefur verið upp á að -spillir sé af sömu rót og spillôn
í gotnesku sem merki að „segja frá“ og spjall í íslensku. Orðið skáld merki
upphaflega „söngur“, þannig að skáldaspillir merki kvæðamaður.46 Aðrir
44 Sama rit, bls. 77. Vísan er einnig í SnorraEddu og þar sögð vera úr Eiríksmálum.
Snorri Sturluson, Uppsala-Edda: Uppsalahandritið DG 11 4to, Heimir Pálsson sá
um útgáfuna, Reykjavík og Reykholti: Opna og Snorrastofa, 2013, bls. 229. Þar er
fyrsta línan „Hvað er það drauma, Óðinn,“ og segir útgefandi neðanmáls að þannig
sé í öllum Edduhandritum.
45 Ludvig HolmOlsen, „Øyvind Skaldaspiller“, Edda LIII/1953, 145–165, hér bls.
152, 165. „Hans samtid gav ham tilnavnet skáldaspillir, skaldeforderveren, et tilnavn
som ettertiden aldri vil kunne forsone seg med.“
46 Elis Wadstein, „Bidrag till tolkning ock belysning av skalde ock Eddadikter“,
Arkiv för nordisk filologi XI/1895, bls. 64–92, hér bls. 88–90.
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI