Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 178
183
ungsvalds hér úti á jaðri danska ríkisins hafi þegar á siðaskiptaáratugunum
náð mun lengra og vald konungs yfir kirkjunni og þar með andlegu lífi
þjóðarinnar orðið mun víðtækara en líklegt er. Í hans huga voru siðaskipt-
in því skyndileg en ekki seigfljótandi á lengdina. Áhorfsmál er hvort hann
byggir í þessu efni ekki full mikið á túlkun 20. aldar þess efnis að siðaskipt-
in hafi fyrst og fremst verið pólitísks eðlis en sniðgangi það viðhorf sem
m.a. Vilborg Auður Ísleifsdóttir kynnti til leiks um síðustu aldamót en hún
gekk út frá að siðbót og siðaskipti annars vegar og þróun miðstýrðs rík-
isvalds hins vegar hafi verið samtímaleg en aðskilin fyrirbæri. Þennan pól
hefur höfundur þessarar greinar einmitt tekið í hæðina.
Seigfljótandi á lengdina
Margar skýringar eru á því að siðaskiptin hafi verið seigfljótandi á lengd-
ina, það er gengið yfir á nokkrum áratugum fremur en árum, eins og hér
er haldið fram. Að tveimur hefur þegar verið vikið. Er þar átt við fjarlægð
landsins frá þyngdarpunkti danska konungsveldisins og hina beinu afleið-
ingu þess, þ. e. að hér var enn ekki komið á miðstýrt einvaldsríki með öfl-
ugu stjórnkerfi og embættismannastétt sem gat látið verulega til sín taka
með markvissum stjórnvaldsaðgerðum. Vald konungs kom einkum fram á
fyrstu árum siðaskiptaáratuganna er hingað voru sendir herflokkar 1541
og 1551 sem knúðu fram lögfestingu lútherskrar kirkjuskipanar í hvoru
biskupsdæminu fyrir sig. Nærvera konungsmanna þess á milli og lengi
eftir það var á hinn bóginn alls ekki nægileg til að halda hér uppi lögum og
reglu, friði og einingu hvað þá að knýja siðaskiptin áfram á þeim hraða sem
t.d. er gert ráð fyrir í staðalmyndinni sem kynnt var hér framar. Líta má
svo á að ákveðin straumhvörf verði hér á landi 1683 er síðasti höfuðsmað-
urinn féll frá og amtsskipanin komst á hérlendis en hún hafði verið tekin
upp í Danmörku þegar með tilkomu einveldisins 1661.57 Í því sambandi
skal ítrekað að höfuðsmenn sem áður voru helstu fulltrúar konungs hér
voru fremur lénsmenn.
Þá skiptir máli að íslenska bændasamfélagið var fámennt og dreifbýlt
kyrrstöðusamfélag. Þótt það hafi fráleitt verið stéttlaust eins og drepið var
sem og tilrauna til að koma á hröðum umskiptum. Sjá Hjalti Hugason, „Siðbót og
sálarangist“, bls. 53–85. Hér er samt litið svo á að byltingar-hugtakið eða -viðhorfið
sé ekki til þess fallið að lýsa íslensku siðaskiptunum í heild.
57 Einar Laxness, Íslands saga i, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995, bls. 37–39. Helgi
Þorláksson, „Undir einveldi“, Saga Íslands Vii, ritstj. Sigurður Líndal, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélag, 2004, bls. 1–221, hér bls. 150–168.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti