Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 194
200
Tilgangur rannsóknanna var að kanna hvernig menn bregðast tilfinn-
ingalega við textabrotum úr skáldsögum eftir Vigdísi og skoða sérstaklega
hvort sérþekking á tilteknu efni sem fjallað er um í skáldsögunum auki
tilfinningaleg viðbrögð lesenda og samlíðan. Rætt verður um viðbrögð
þátttakenda með hliðsjón af hugrænum fræðum.
Síðustu 15–20 árin hafa geðshræringar og tilfinningar verið vinsælt við-
fangsefni þeirra sem aðhyllast hugræn fræði. Í umfjöllun um bókmenntir
hafa menn fléttað saman aðferðir ólíkra fræðigreina, eins og til dæmis
bókmenntafræði, sálfræði, taugafræði og heimspeki.5 Einnig hafa menn
kannað markvisst með empírískum rannsóknum hvernig bókmenntir geta
haft misjöfn áhrif á geðshræringar/tilfinningar lesenda.6 Menn hafa gripið
til ýmissa fræðikenninga við úrvinnslu empírískra rannsókna en hér verður
ekki síst lögð áhersla á skemakenningar sem hugfræðingar í ýmsum grein-
um hafa óspart nýtt sér og þróað.7
5 Sjá t.d. Keith Oatley, „Emotions and the Story Worlds of Fiction“, Narrative Im
pact, ritstj. M.C. Green, J.J. Strange og T.C. Brock, New York: Psychology Press,
2013, bls. 39-76 og Suzanne Keen, „Introduction: Narrative and the Emotions“,
Poetics Today Spring/2011, bls. 1–49.
6 Sjá t.d. Keith Oatley, Such Stuff as Dreams: The Psychology of Fiction, Oxford: John
Wiley & Sons, 2011; Keith Oatley, The Passionate Muse: Exploring Emotion in Stories,
New York: Oxford University Press, 2012; Raymond A Mar, Keith Oatley, Maja
Djikic og Justin Mullin, „Emotion and narrative fiction: Interactive influences be-
fore, during, and after reading“, Cognition & Emotion 5/2011, bls. 818–833; David
S. Miall, „Thinking with the body: Feeling in literary reading“ (draft), Cognitive
Poetics: A Multimodal Approach (ráðstefnurit), Toronto: Victoria College, University
of Toronto, 2009; David Miall og Don Kuiken, „Aspects of literary response:
A new questionnaire“, Poetics 22(5)/1994, bls. 389–407; David Miall og Don
Kuiken, „A feeling for fiction: becoming what we hold“, Poetics 30(4)/2002, bls.
221-241. Hér á landi hafa empírískar rannsóknir á viðbrögðum almennra lesenda
við skáldskap verið af skornum skammti en greinarhöfundur hefur þó unnið að all-
mörgum slíkum síðustu ár. Auk hennar hafa Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Sigrún
Margrét Guðmundsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir sinnt slíkum rann-
sóknum; þær tvær fyrrnefndu ásamt greinarhöfundi í verkefninu Samlíðan: mál,
bókmenntir, samfélag sem RANNÍS styrkir. Um fyrstu eigindlegu rannsóknirnar
má fræðast í eftirfarandi greinum: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Ég get ekkert
sagt“: skáldskapur og hrun“, Hug⁄raun: Nútímabókmenntir og hugræn fræði, Reykja-
vík: Háskólaútgáfan, 2015, bls. 143–158, hér bls. 154; Bergljót Soffía Kristjáns-
dóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „„mér fanst
ég finna til“: Um empírískar rannsóknir á bókmenntum og tvær kannanir á tilfinn-
ingaviðbrögðum við lestur frásagna“, Ritið 3/2015, bls. 83–111, hér bls. 90–110,
Guðrún Steinþórsdóttir, „„eins og ævintýri“ eða „glansmynd af horror“?: Nokkrir
þankar um viðbrögð lesenda við Frá ljósi til ljóss“, Ritið 2/2017, bls. 117–143.
7 Sjá t.d. Bradd Shore, „Taking culture seriously“, Human Development 45(4)/2002,
Guðrún SteinþórSdóttir