Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 49
51
gegn þeim sem sýna ávallt gætni og skynsemi. Þess vegna ætla ég að flytja
mig um set, á hraunbreiður Íslands, þar sem er vissulega að finna váboða
um reiðiköst − um það eru ófá dæmi − en þeir eru ekki einkennandi fyrir
Íslendingasögur. Oftar mótast stíllinn af agaðri framsetningu á því ugg-
vænlega, aðallega með skörpu viti, á stundum með því hvernig maður ber
sig, með svipbrigðum, kæk, stundum með því að leika fíflið, stundum með
því að vera þögull sem gröfin, láta engar tilfinningar í ljós.
Enn þann dag í dag stafar meiri ógn af stílfærðu stríði sem knýr fram
hvimleiða þögn, eða þar sem öllu er hafnað með skapraun, heldur en af
berserksgangi, eða rotuðum hesti. Í þessu liggur munurinn á stíl Ulysses
S. Grant og Clint Eastwood annars vegar og hins vegar gengjarappi, ísl-
amistum eða aðferðum Bjólfs og Akkilesar. Hávært grobb og svívirðingar í
garð annarra eru hreint ekki síður aðferð til að ávinna sér ógnaryfirburði,
en að depla aldrei auga eða láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Allar státa
þessarar aðferðir af árangri.
Ekki að fornsögurnar skorti háværa hrokagikki. Egill Skalla-Grímsson,
fyrsta flokks hirðskáld, hálfgerður berserkur, er flugmælskur og sjálfhæl-
inn. Þar sem menn trúa á formælingar njóta skáld geysimikilla ógnaryf-
irburða: Þau móta jafnframt skoðanir fólks og þekkt skáld eru í stöðu til að
fá sínu framgengt hjá konungum með hótun um að yrkja um þá óblíðlega,
þeim til háðungar eða aðhláturs. Að jafnaði sleppa skáld við að bera upp
hótun; hún er innifalin í titlinum.26
Þegar slíkir skáldahæfileikar búa í manni með líkamsburði hnefaleika-
kappa, að því viðbættu að hann hefur litla stjórn á skapi sínu, þá er kominn
fram maður sem flestir myndu lúffa fyrir. Drjúgur hluti Egils sögu snýst um
að fólk reynir að halda honum góðum. Honum er meira að segja úthlutað
sérstökum ráðgjafa, vininum Arinbirni, og síðar taka dóttir hans og bróð-
urdóttir við hlutverkinu.27 Í sögunni kemur sífellt betur í ljós að Egill er
bráðgáfaður og klókur, því að berserksgangur hans vinnur sjaldnast gegn
honum heldur aflar honum þess sem hann sækist eftir.
En eru æðisköst hans þaulskipulögð af því hann veit hvaða árangri
26 Rætnar vísur Egils eru áhrifamiklar (Egils saga, 57. kafli) en það eru lofkvæði hans
einnig (80. kafli). Lofkvæði hans geta verið svo ýkt að hægt er að lesa þau sem háð
(61. kafli) en stundum virðast þau einlæg.
27 Það er ef til vill þess virði að veita hugmyndinni um útvalda umboðsmenn sérstakan
gaum. Sumir þeirra, jafnvel þeir sem leysa verkið sérlega vel af hendi, þurfa oft að
gjalda fyrir að hafa tekið hlutverkið að sér. Til dæmis má minna á hvernig fór fyrir
Parmenio sem var hægri hönd Alexanders mikla.
HAFT Í HóTUNUM