Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 97
100
veikgeðja og vaklandi dómara sem gerist ítrekað sekur um það sem Richard
Weisberg hefur kallað „orðavaðal“, í stað þess að þjóna réttlætinu.6
Glæpasagan og höfundur hennar
Steen Steensen Blicher starfaði lengst af sem prestur fjarri höfuðborginni,
í Spentrup á Jótlandi sem þótti fremur afturhaldssamt svæði. Hann samdi
ljóð og ritgerðir en er þekktastur fyrir smásögur sínar sem flestar gerast
í sveitum og er söguefnið iðulega fengið úr lífi alþýðufólks sem stritar
á hrjóstrugum en fögrum heiðum Jótlands. Gagnrýnendur hafa gjarnan
lofað höfundinn fyrir sannfærandi lýsingar á sálarlífi þessara einstaklinga,
lagt áherslu á hvernig hans eigið rótleysi endurspeglast í skáldskap hans
og ekki síst þá bölsýni og jafnvel forlagahyggju sem birtist í harmrænum
sögulokum verka hans.
Vaðlaklerkur gerist þó hvorki á hrjóstrugum Jótlandsheiðum né er efni
viðurinn fenginn úr samtíma Blichers. Sagan kom fyrst út árið 1829 í vin
sælu mánaðarriti, Nordlyset (Norðurljósin) sem höfundur ritstýrði sjálfur, og
bar þá undirtitilinn „Glæpasaga“. Aðalpersónan, Sören Quist, er lúterskur
prestur í dönsku þorpi við upphaf 17. aldar sem er sakaður um og dæmdur
fyrir morð á vinnumanni sínum.
Kjarni sögunnar er ekki hugarburður Blichers. Tveimur öldum áður en
sagan kom út hafði slíkt mál ratað fyrir æðsta dómstig landsins, konungs
dóm, og leitt til þess að prestur að nafni Søren Quist var dæmdur til dauða
árið 1626. Hið „raunverulega“ mál snerist um hvarf vinnumanns Sørens
og orðróm sem spannst um að hann hefði verið myrtur af hinum skapstóra
klerki. Dómstólar létu málið þó ekki til sín taka á því stigi heldur liðu 18 ár
þar til ákæra var loks lögð fram árið 1625. Í millitíðinni hafði lík af óþekkt
um manni fundist í þorpinu. Vitni bar fyrir rétti að hafa orðið sjónarvottur
að morðinu og aðrir vitnuðu um einkennilega hegðun prestsins.
Hann var loks dæmdur til dauða og var dómurinn staðfestur af hæsta
rétti Danmerkur og konungsdómi. Síðar, árið 1634, viðurkenndu tvö
vitnanna að þau hefðu logið fyrir dómi. Í kjölfarið voru þau einnig tekin
af lífi en aðrir, sem grunaðir voru um að hafa hvatt viðkomandi til að
bera ljúgvitni, sýknaðir vegna skorts á sönnunargögnum. Árið 1635 voru
þessir sýknudómar staðfestir af konungsdómi. Þrátt fyrir þessa formlegu
niðurstöðu var orðrómur um málið áfram á kreiki. Upp komu efasemdir
6 Richard Weisberg, The Failure of the Word: The Protagonist as Lawyer in Modern
Fiction, New Haven: Yale University Press, 1989, bls. 29.
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM