Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 129
150
á eftir. Þær skutu engan vegna vansæmdar í vinnunni, skólanum, í
ræktinni eða á ættarmóti. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna
unnu konur 70 prósent af vinnu heimsins, í klukkustundum talið, og
fengu fyrir 1 prósent auðsins. Engin kona hefndi sín fyrir það. [...]
Engar konur hefndu fyrir sýruárás á dóttur sína, móður, systur eða
vinkonu. Engar konur hefndu fyrir óréttlæti sem þær voru beitt-
ar. Engar konur hefndu fyrir vansæmd. Höfðu þær kannski enga
sæmd fyrir? Engar konur hefndu. karlmenn hefndu. Á alla mögu-
lega vegu með orðum, barsmíðum, nauðgunum, vopnum og sýru.
konur hugsuðu um hefnd, sáu alla mögulega vankanta á hefnd, létu
sig dreyma um hefnd og þótt örfáar, snarvilltar konur létu verða af
því urðu þær ekki sæmdar af hefnd: þær buguðust, gátu ekki meir,
gripu til örþrifaráða og snerust til varnar, helltu bensíni yfir karlinn
sem hafði barið þær í tíu ár og kveiktu á eldspýtu – en aldrei sem
hetjur.27
Hér kallast hugmyndir kötu um hefndir aftur á við skrif Millers um sama
efni; en hún bætir við vangaveltum um kynjavídd hefnda. Steinar Bragi
virðist því vera að skrifa sögu innan hefðar hefndarbókmennta og -kvik-
mynda sem oftast fjalla um karlmenn sem knýja fram réttlæti með eigin
leiðum þegar réttarkerfið bregst væntingum þeirra. Sagan er af konu sem
áttar sig á því að karlmenn hafa lengi haft einkarétt á hefndum og hún
hyggst breyta því. Uppspretta óréttlætisins er ekki morðið á Völu heldur
kúgun kvenna og nauðgunarmenning sem leiddi til morðsins og verkið
getur því ekki talist annað en femínist. Enda réttlætir kata gjörðir sínar
bæði með hliðsjón af ægivaldi feðraveldisins og takmörkum réttarkerfisins.
Smám saman verður ofbeldið eina lausnin í huga kötu, eins og kemur
fram í samtali hennar við aðra persónu sögunnar:
Þeim sem beita ekki ofbeldi er meira að segja hegnt fyrir það af
dómstólum. – Ef konu er nauðgað án þess að streitast á móti, þá er
aðgerðaleysið notað gegn henni af dómstólum. Ef þú bregst ekki
við ofbeldi með ofbeldi – það er að segja, ef þú streitist ekki á móti,
að minnsta kosti – ertu álitin líklegri til að hafa veitt samþykki fyrir
verknaðinum ... Og sama á við um okkur hin, sem gerum ekkert
þrátt fyrir viðvarandi, sífellt ofbeldi karla í garð kvenna um allan
heim. Veitum við ekki samþykki fyrir þessu öllu með aðgerðarleysi
27 Sama rit, bls. 289–290.
Einar Kári Jóhannsson