Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 71
74
Fram að þessu höfðu kirkjur verið reistar af efnamönnum sem færðu
þær dýrlingum að gjöf ásamt jarðeignum. Þá voru jafnan settir skilmálar
um að rekstur kirkjunnar og meðfylgjandi jarða yrði í höndum gefanda,
ásamt hlunnindum sem jörðunum fylgdu. Rétturinn til að halda kirkju
erfðist svo til afkomenda. Kirkjur voru því ekki formlega í veraldlegri eign
þótt um sjón ar menn væru leikmenn og fyrirætlanir kirkjustofnunarinnar
um að taka kirknaeignir yfir fólu af þeim sökum ekki í sér kröfu um eign-
arnám. Einkakirkjur þessar höfðu verið starfræktar innan ramma laga og
eftirlits biskupsstóla enda sögðu lögin til um uppihald presta, kirkjuhald
og viðhald kirkna.20 Tíund stóð að hluta undir kostnaði við kirkjustarf,
en kirknaeignirnar sjálfar voru hins vegar undanþegnar tíund. Því var það
að byggja kirkju og gefa henni land aðferð til þess að komast hjá tíundar-
greiðslum, en auka um leið þá fjármuni sem runnu um hendur um sjón-
armanna, því að tíundar annarra var aflað á vettvangi hverrar sóknar. Auk
þessa var fjármunum deilt til fátækra í gegnum þetta kerfi og eignirnar
sköp uðu umsjónarmönnum sínum mikinn auð.
Um leið og Árni biskup tók við embætti árið 1269 setti hann fram kröf-
ur um að svokallaðar kirknaeignir yrðu færðar undir yfirráð kirkju og er þar
upphaf staðamála hinna síðari, enda ekki að undra að andstaða hafi verið
sterk meðal íslenskra höfðingja. Með tilkomu kristinréttar Árna 1275 var
svo lögfest krafan að kirkjan sem stofnun skyldi halda allar andlegar eignir
og fara með rekstur þeirra að öllu leyti ásamt því að hafa dómsvald yfir
málefnum þeim tengdum. Staðamálin leystust ekki við það, eins og rætt
verður frekar hér á eftir, en með kristinréttinum tók einnig gildi heimild
biskupa til að beita bannfæringu, meðal annars á þá sem urðu sekir um að
halda kirkna eignir í óþökk stofn un arinnar. Það er ein af ástæðum þess að
deilur um eignir, stjórnskipan og dómsvald voru saman fléttaðar.
Stjórnskipan ákveðin og lög lögð fyrir þing
Í Árna sögu er haft eftir Magnúsi lagabæti að stærstur vandi í stjórn ríkisins
sé að ná niðurstöðu um valddreifingu kirkjuvalds og leikmannavalds:
Má vera yður þyki sem ég hafi litlar mæður eður vanda í mínu ríki,
en mér þykir margar vera og miklar. En þó að mikill og margur
20 Lögin voru í Kristinna laga þætti Grágásar en á þeim höfðu þó verið gerðar ýmsar
breytingar frá tólftu öld, sbr. Helga Skúla Kjartansson, „Thin on the Ground: Legal
Evidence of the Availability of Priests in 12th Century Iceland“, Church Centres in
Iceland from the 11th to the 13th Century and their Parallels in other Countries, Snorra-
stofa, Rit II, ritstj. Helgi Þorláksson, Reykholt: Snorrastofa, 2005, bls. 95–102.
Lára Magnúsardóttir