Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 71
74 Fram að þessu höfðu kirkjur verið reistar af efnamönnum sem færðu þær dýrlingum að gjöf ásamt jarðeignum. Þá voru jafnan settir skilmálar um að rekstur kirkjunnar og meðfylgjandi jarða yrði í höndum gefanda, ásamt hlunnindum sem jörðunum fylgdu. Rétturinn til að halda kirkju erfðist svo til afkomenda. Kirkjur voru því ekki formlega í veraldlegri eign þótt um sjón ar menn væru leikmenn og fyrirætlanir kirkjustofnunarinnar um að taka kirknaeignir yfir fólu af þeim sökum ekki í sér kröfu um eign- arnám. Einkakirkjur þessar höfðu verið starfræktar innan ramma laga og eftirlits biskupsstóla enda sögðu lögin til um uppihald presta, kirkjuhald og viðhald kirkna.20 Tíund stóð að hluta undir kostnaði við kirkjustarf, en kirknaeignirnar sjálfar voru hins vegar undanþegnar tíund. Því var það að byggja kirkju og gefa henni land aðferð til þess að komast hjá tíundar- greiðslum, en auka um leið þá fjármuni sem runnu um hendur um sjón- armanna, því að tíundar annarra var aflað á vettvangi hverrar sóknar. Auk þessa var fjármunum deilt til fátækra í gegnum þetta kerfi og eignirnar sköp uðu umsjónarmönnum sínum mikinn auð. Um leið og Árni biskup tók við embætti árið 1269 setti hann fram kröf- ur um að svokallaðar kirknaeignir yrðu færðar undir yfirráð kirkju og er þar upphaf staðamála hinna síðari, enda ekki að undra að andstaða hafi verið sterk meðal íslenskra höfðingja. Með tilkomu kristinréttar Árna 1275 var svo lögfest krafan að kirkjan sem stofnun skyldi halda allar andlegar eignir og fara með rekstur þeirra að öllu leyti ásamt því að hafa dómsvald yfir málefnum þeim tengdum. Staðamálin leystust ekki við það, eins og rætt verður frekar hér á eftir, en með kristinréttinum tók einnig gildi heimild biskupa til að beita bannfæringu, meðal annars á þá sem urðu sekir um að halda kirkna eignir í óþökk stofn un arinnar. Það er ein af ástæðum þess að deilur um eignir, stjórnskipan og dómsvald voru saman fléttaðar. Stjórnskipan ákveðin og lög lögð fyrir þing Í Árna sögu er haft eftir Magnúsi lagabæti að stærstur vandi í stjórn ríkisins sé að ná niðurstöðu um valddreifingu kirkjuvalds og leikmannavalds: Má vera yður þyki sem ég hafi litlar mæður eður vanda í mínu ríki, en mér þykir margar vera og miklar. En þó að mikill og margur 20 Lögin voru í Kristinna laga þætti Grágásar en á þeim höfðu þó verið gerðar ýmsar breytingar frá tólftu öld, sbr. Helga Skúla Kjartansson, „Thin on the Ground: Legal Evidence of the Availability of Priests in 12th Century Iceland“, Church Centres in Iceland from the 11th to the 13th Century and their Parallels in other Countries, Snorra- stofa, Rit II, ritstj. Helgi Þorláksson, Reykholt: Snorrastofa, 2005, bls. 95–102. Lára Magnúsardóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.