Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 170
175
skuldaða athygli almennings. Sú mynd sem Viðar dregur upp af siðbót og
siðaskiptum hér á landi fyllir því öll skilyrði sem gera verður til þess sem
hér er nefnt staðalmynd. Mynd hans er þannig:
Langflestir bændur voru leiguliðar (95–96%) sem börðust yfir-
leitt í bökkum við að halda í horfinu og standa skil á landskuld-
um og leigum. Ríkustu landeigendurnir voru í hópi höfðingja og
valdsmanna sem héldu sig vel og bitust um auð og völd, bröskuðu
sleitulítið með jarðir. Þeir voru í óðaönn að koma sér fyrir við nýjar
aðstæður eftir sviptingar siðaskiptanna, þegar kirkjan var í einu vet-
fangi svipt eigum sínum og völdum.33 Fram að siðaskiptum höfðu
biskupar borið ægivald yfir landsmönnum í krafti auðæfa kirkjunnar
og veraldlegir höfðingjar oft orðið að lúta þeim. Nú var kirkjan
kyrfilega undir konungsvaldinu og átti samleið með landeigendum og
embættismönnum. Smælingjar áttu það til að velta því fyrir sér hvar Guð
og miskunn hans væri að finna í þessu kerfi.
Um það leyti sem strákurinn í fjörunni á Ströndum fæddist [þ.e.
Jón lærði sem fæddist 1574 — innsk. höfundar], voru guðsmenn fullir
metnaðar fyrir hönd hins nýja siðar að taka til hendinni við að upp-
fræða lýðinn með útgáfustarfi, vísindum og fræðum. Þeir urðu helstu
frumkvöðlar húmanismans og fornmenntastefnunnar á Íslandi.
Lærdómsöld gekk í garð, menningarleg endurreisn sem í senn
einkenndist af þekkingarlegri nýsköpun og hertu andlegu valdi sem
þrengdi að trúarlífinu. Nýjar hugmyndir um náttúru og menningu
tóku að mótast um leið og lútherskur rétttrúnaður.34 [Leturbr. höf-
undar]
33 Á öðrum stað segir V.H. aftur á móti að á 17. öld hafi konungsvaldið gert kirkjuna
að „[…] hækju sinni í valdakerfinu.“ Viðar Hreinsson, Jón lærði og náttúrur náttúr-
unnar, Reykjavík: Lesstofan, 2016, bls. 636, sjá og bls. 637, 650. Svipuð staðalmynd
kemur fram í Þorkell Jóhannesson, „Í dögun nýrrar aldar“, Lýðir og landshagir i,
Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1965, bls. 326–333, hér bls. 329. Þessi lýsing á
betur við þann tíma en siðaskiptatímann á 16. öld. Þessi tengsl kirkju og konungs-
valds voru þó alls ekki bundin við hinn lútherska heim heldur eiga allt eins við í
kaþólskum löndum eins og t.a.m. Frakklandi. Hjalti Hugason, „Hverju breytti
siðbreytingin? bls. 92–97.
34 Viðar Hreinsson, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, bls. 22–23. Svipað mat á hinum
efnahagslegu afleiðingum siðaskiptanna virðist koma fram hjá Árna Daníel Júlí-
ussyni sjá Árni Daníel Júlíusson, Jarðeignir kirkjunnar, bls. 244–246.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti