Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 167
172
Fer mat manna á þeim þá mjög eftir viðhorfinu sem hver og einn gengur
út frá.
Hér er litið svo á að við rannsóknir á jafnflóknu ferli og siðbótin og
fjölþætt áhrif hennar, siðaskipti og siðbreyting, eru sé óhjákvæmilegt að
ganga út frá fyrirfram gefnu viðhorfi til þessara fyrirbæra sem þjónar þá
sem forsenda fyrir túlkun á eðli þeirra og samhenginu í siðaskiptaþróun
16. aldar. Viðhorfið gerir það að verkum að mögulegt er að draga upp
skýra og samstæða mynd af þróuninni, þar á meðal orsökum og afleiðing-
um. Viðhorfið mótar síðan óhjákvæmilega allar túlkanir og ályktanir sem
dregnar verða af myndinni. Það sem máli skiptir er að viðhorfin sem geng-
ið er út frá séu raunhæf miðað við það viðfangsefni sem kannað er hverju
sinni sem og það tímabil sem um er að ræða, í samhengi þessarar greinar,
siðbótina og siðaskiptin einkum á Íslandi á 16. öld.
Í öndverðri söguritun um siðaskiptin hér var gengið út frá trúarlegu við-
horfi í þessu efni eins og vel kemur fram í Biskupasögum Jóns Halldórssonar
(1665–1736) í Hítardal en þar var litið á siðaskiptin sem „dásemdarverk
drottins“ er látið hafi „[…] það skæra og sáluhjálplega evangelii ljós og
sanna guðs þekking og þjónustu […]“ taka við af „[…] yfirdrotnandi
páfadómsins villu- og vantrúar-myrkrum […]“.26 Þegar nútímaleg kirkju-
söguritun um siðaskiptin hófust hér á síðari hluta 19. aldar hafði þessi
túlkun vikið fyrir pólitísku viðhorfi. Þetta kemur glöggt fram í bók Þorkels
Bjarnasonar (1839–1902) prests á Reynivöllum í Kjós en hann leit svo á að
þau öfl er helst tókust á við siðaskiptin, þ.e. konungur og „katólskur klerk-
lýður“, hafi átt sammerkt í að þeir hafi notað „[…] trúna sem meðal til
að ná veldi og veraldlegum hagsmunum […]“.27 Viðhorf af líku tagi voru
ríkjandi í hérlendum siðaskiptarannsóknum á 20. öld. Viðhorfsbreytingu
má aftur á móti skynja í túlkunum Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur sagn-
fræðings beggja vegna síðustu aldmóta en í riti sínu Siðbreytingin á Íslandi
1537–1565. Byltingin að ofan (1997) setur hún fram eftirfarandi túlkun:
Objektivitet: En undersökning av innebörden, möjligheten och önskvärdheten av objek-
tivitet i samhällsvetenskapen, Stokkhólmi: Bokförlaget prisma, 1976. Samkvæmni
og samræmi var lengi talið trygging fyrir hlutlausri og hlutlægri rannsóknarnið-
urstöðu.
26 Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal: Með viðbæti i,
Reykjavík: Sögufélag, 1903–1910, bls. 1.
27 Þorkell Bjarnason, „Formáli“, Um siðbótina á Íslandi, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1878, bls. 5–6, hér bls. 5.
Hjalti Hugason