Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 116
137
Einar Kári Jóhannsson
Heimatilbúið réttarkerfi
Birtingarmynd hefnda í skáldsögunum Kötu
eftir Steinar Braga og Góðu fólki eftir Val Grettisson
Í október 2015 voru tveir menn kærðir fyrir tvö mismunandi kynferð-
isbrot – annar var álitinn tengjast báðum málum en hinn var grunaður um
aðkomu að öðru þeirra. Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili þar sem talið
var að ofbeldið hefði átt sér stað og þó að ýmis tæki og tól væru gerð upp-
tæk sá lögregla ekki ástæðu til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönn-
unum. Málið vakti talsverða athygli og fékk viðurnefnið „Hlíðamálið“ eftir
að greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins að mennirnir hefðu haft not af
íbúð í Hlíðahverfinu í Reykjavík sem var „útbúin til nauðgana“.1 Margir
snöggreiddust yfir því sem virtist vera sinnuleysi lögreglu í málinu og
mikil umræða spannst á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #almanna-
hagsmunir. Á netinu var efnt til mótmæla og fólk fjölmennti fyrir utan lög-
reglustöðina við Hverfisgötu, þar sem brotaþolum var sýndur stuðningur
og almennt aðgerðaleysi lögreglu og stjórnvalda í kynferðisbrotamálum
var fordæmt.2 Einnig var ljósmyndum af meintum ofbeldismönnum dreift
á samfélagsmiðlum, þeir nafngreindir og fólk jafnvel hvatt til þess að beita
þá ofbeldi. Að lokum flúðu mennirnir af landi brott og í kjölfarið heyrðust
gagnrýnisraddir sem töluðu um múgæsing og sögðu að mennirnir hefðu
ranglega verið dæmdir af götu- eða netdómstólum og þeim jafnvel refsað.3
1 Nadine Guðrún Yaghi, „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“, Fréttablaðið 9.
nóvember, 2015, bls. 1. Hafa ber í huga að málið, eins og það blasti við eftir fyrstu
fréttir, virtist mjög gróft; þar sem mennirnir voru sagðir hafa byrlað brotaþolum
ólyfjan og nauðgað þeim í þar til gerðri íbúð. Reiði almennings var því nátengd
meintum grófleika brotsins. Síðar kom í ljós að fyrstu fréttir hefðu verið misvísandi
og þegar málið fór að lokum fyrir dómstóla var það látið niður falla.
2 Nadine Guðrún Yaghi, „Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól“, Fréttablaðið 10.
nóvember, 2015, bls. 6.
3 Á þessa leið talaði til dæmis lögmaður mannanna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
Ritið 1/2018, bls. 137–163